8.12.2008 | 16:23
Aktivistar.
Mjög málefnalegt unga fólkið sem ruddist inn og öskraði "drullið ykkur út". Þetta er fólkið sem kastar eggjunum og er með skrílslætin. Haukur Hilmarsson sem allt varð vitlaust útaf um daginn þegar hann var handtekinn, er einn af þeim sem þarna eru að verki. Held að það ætti að loka drenginn inni í þetta skiptið og leyfa honum að dúsa þar.
Mikið held ég að Álfheiður Ingadóttir alþingismaður og mótmælandi hafi verið glöð að sjá sitt fólk ryðjast inn í þinghúsið. Þetta er sami skríllinn og hún studdi við lögreglustöðina um daginn. merkilegt að fjölmiðlar skuli ekki fjalla meira um það að þingmaður taki þátt í að brjótast inn á lögreglustöð til að frelsa glæpamann.
Rugludallar.....
Mikill viðbúnaður við þinghúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú kallar þá glæpamenn sem hengja bónusfána á alþingishúsið og klifra upp í krana til að mótmæla. Hins vegar þegir þú þunnu hljóði vegna þeirra fjárglæfra- og landráðamanna sem ganga lausir og eru í óða önn að kaupa eignir á brunaútsölum á meðan að almenningur blæðir.
Plebbi.....
Sigurður Hrellir, 8.12.2008 kl. 16:51
Hvernig væri að les aðeins neðar á síðuna hjá mér Sigurður. Þar er akkurat færsla um þá fjárglæframenn sem þú ert að tala um. Ef að það er að þegja þunnu hljóði þá verður bara svo að vera.
En hvað varðar þennan skríl í dag þá stend ég við hvert orð sem ég skrifaði um hann.
Plebbi sjálfur.....
Ingólfur H Þorleifsson, 8.12.2008 kl. 17:30
Í mínum huga er Davíð Bankafellir, Geir Gunga, Ingibjörg rola, Hringrásarvíkingarnir og Bankabullurnar hinn argasti skríll!!
FLÓTTAMAÐURINN, 8.12.2008 kl. 17:48
Golli lestu þetta.
http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/entry/738271/
Þú sérð hvað fréttaflutningurinn er brenglaður.
Níels A. Ársælsson., 8.12.2008 kl. 23:53
1-1
Sigurður Hrellir, 9.12.2008 kl. 02:13
Þetta er hverju orði sannara hjá þér Ingólfur. Þetta eru ofbeldismenn og sem slíkir eru þeir ekki að bæta neitt. Þeir sem eru að æsa þessa kjána upp bera líka mikla ábyrgð. Eins og þú bendir á varðandi Álfheiði. Það sést vel á málflutning stuðningsmanna hér og annarstaðar að litlar eða engar röksemdir eru tiltækar. Þetta eru hrein skrílslæti.
Gunnar Þórðarson, 9.12.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.