2.12.2008 | 08:38
Enn hefur ekkert alvarlegt gerst.
Nú á þriðja degi mínum sem starfandi húsmóðir er allt eins og best verður á kosið. Börnin hafa ekki kvartað mikið, en feldu þó tillögu mína um að borða bara fisk alla vikuna. Þessi vika verður sennilega sú rólegasta hjá þvottavélinni í langan tíma. Hún hefur þó tvisvar þurft að spretta úr spori það sem af er, en það telst ekki mikið hér á bæ. Það verður erfitt að ætla að sleppa við að þvo í framtíðinni þegar frúin sér að ég kann þetta alveg. Mér var nú samt bent á það í morgun að það væri gott að setja rauðan sokk með ljósum þvotti þ.e.a.s ef ég vill sleppa við að þvo í nánustu framtíð.
Af frúnni er það að frétta að hún flaug til Boston á laugardag, Virginiu á sunnudag, skoðaði verksmiðju í gær sem vinnur Ýsu frá Íslandssögu. Í dag er flogið til Buffalo í New York fylki og þar eru einnig kaupendur og verksmiðja sem verða heimsótt. Það vill svo heppilega til ( fyrir hana ) að þakkargjörðar útsölur standa nú sem hæst, svo að það er mögulegt að hún fari eitthvað í búðir. Stefnan er svo að koma heim á föstudags eða laugardagsmorgun.
Það verður gott að fá hana heim, það er svo sannarlega tómlegt hér þegar hún er ekki heima.
Heimilisraunir......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.