Hefur útvarpsstjóri íhugað að segja af sér ?

Pll_jpg_280x800_q95Þetta hefur verið aðal spurningin hjá undirmönnum útvarpsstjóra undanfarnar vikur. Geri fastlega ráð fyrir því að Páll verði í settinu í Kastljósinu í kvöld, þar sem hann verður spurður að því hvort að hann ætli að axla ábyrgð á þessari óráðsíu.

Hvað varðar svæðisstöðvarnar þá er það alveg fyrir neðan allar hellur að láta sukkið í æðstu stjórn RÚV bitna á landsbyggðinni. Ég er nokkuð viss að það eru ekki þær sem orsaka þennan gríðarlega halla. Laun helstu stjórnenda eru allt of há, sérstaklega útvarpsstjóra sjálfs.

Enn geldur því landsbyggðin fyrir sukkið í borginni.

740 milljóna tap á RÚV....


mbl.is 700 milljóna sparnaður hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og líklegast með reið svör á höndum?  Venjulega ef stjórnendur ná ekki settu markmiði (a.m.k. hallalaus rekstur) fá þeir gult spjald í stað þess að veifa því rauða á starfsmenn.  En fróðlegt að heyra réttlætinguna með að leggja af svæðisstöðvar, get ekki ímyndað mér annað en þið Ísfirðingar séu ekkert sérstaklega glaðir.  Sem "gamall" norðanmaður svíður manni að starfsstöðin á Akureyri verði lögð af.  Mun ekki skilja hvað réttlætir þetta.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 16:38

2 Smámynd: Garpur76

Það er nefnilega svolítið asnalegt að svona kallar eru með ofurlaun því þeir bera svo mikla ábyrgð... en þegar kemur af því að axla ábyrgðina...

Ég vil sjá þetta ofulauna lið axla ábyrgð eins og einn forstjóri bílarisa í henni ameríkur, hann hefur verið með ofurofurlaun, í dag vinnur hann fyrir einn dollar í árslaun til að bjarga því bjarga verður. Það mættu fleirri taka það sér til fyrirmyndar 

Garpur76, 29.11.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband