Þá er að snúa sér að öðru.

Gott að þetta virðist vera að komast í höfn. Næsta sem forsætisráðherra þarf að gera er að upplýsa þjóðina um hvað á að gera við þessa peninga, hversu mikið komum við til með að þurfa að borga vegna Icesave. Það hefur komið fram að það er algert glapræði að ætla að nota þessa peninga til að styrkja handónýta krónu, og vonandi að stjórnvöld hlusti nú á ráðleggingar sérfræðinga.

Það sem forsætisráðherra þarf líka að gera nú er að hreinsa til á hinum ýmsu stöðum. Fólk vill sjá breytingar. Hann verður einnig að hlusta á þjóðina, og tala við þjóð'ina. Fólk verður að fá að vita hver staðan er.

Ný staða......


mbl.is IMF samþykkir lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Fyrsta verk ríkistjórnarinnar verður að greiða niður öll lán LÍÚ útgerðarinnar við útlönd.

Það mun kosta ríkisjóð nálægt eitt þúsund milljörðum.

Næsta vers verður að sturta niður 70% af skuldum útgerðarinnar niður um holræsi LÍÚ.

Síðan velja þeir handvirkt hverjir fá að lifa en slátra örfáum óflokkshollum kripplingum til málamynda fyrir IMF og undirmálskvikindin sem alltaf eru að skipta sér af.

Málið dautt.

Níels A. Ársælsson., 20.11.2008 kl. 08:47

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ef á að hreinsa getur Geir byrjað á sjálfum sér og guðföður sínum. Við gerum ekkert við þetta lán. Það mun hverfa með fjármagnsflóttanum þegar krónan fer á flot. Við sitjum eftir með verðlausa krónu og skuldahala sem við getum ekki endurgreitt.

Takk, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Og Samfylking.

Villi Asgeirsson, 20.11.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband