Vaknaðu Ingibjörg Sólrún.

Ef formaður Samfylkingarinnar sér ekki hvar viðskiptaráðherra hefur sofið á verðinum og hvaða ábyrgð hann ber þá er hún algerlega blind á ástandið í landinu. Það veit hvert mannsbarn að hann vissi fullkomlega um stöðu Icesave og það gerði öll ríkisstjórnin einnig. Það þýðir ekki hjá ykkur að vera í endalausri vörn. ástandið lagast ekki fyrr en tekið er á því. Að sjálfsögðu á forseti Alþýðusambandsins að hafa skoðun á þessu. Hann er fulltrúi fólksins eins og þið.

Björgvin ber mikla ábyrgð á þessu bankahruni, Hann er viðskiptaráðherra, og þó svo að hann hafi ekki verið það lengi  er ábyrgðin hans.  það versta í þessu öllu er að þrátt fyrir að hann og fjármálaeftirlitið væru á fullu að reyna að redda Icesave í Bretlandi þá var Landsbankanum leyft að stofna samskonar svikamillu í Hollandi. Það eitt eru næg rök fyrir því að hann segi af sér. Það sama á við um fjármálaráðherra. Þeir bera mestu ábyrgðina á þessu hruni.

Sterkur varnarleikur......


mbl.is Vegið ómaklega að ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband