11.11.2008 | 06:55
Rýtingar framsóknarmanna.
Ég get ekki séð annað en að það sem sagt er í þessu bréfi um Valgerði sé dagsatt. Hlutverk hennar í einkavæðingu bankanna var stórt. Það sem er líka sagt í bréfinu um hvernig Halldór Ásgrímsson fór með flokkinn og skyldi hann svo eftir í rjúkandi rúst er líka nokkuð rétt lýsing á ástandinu í Framsóknarflokknum. Nú berst Guðni Ágústsson við að lemja saman þetta flak sem eftir er, og ekki verður þessi klaufaskapur Bjarna Harðarsonar til að létta honum það verk. Það er ljóst að rýtingarnir fljúga enn í framsóknarflokknum og það úr launsátri líka.
Heil og sæl Valgerður, Þú varst ögn önug út í okkur flokksbræður þína yfir því að við minntum á, í bréfi 9. okt. s.l.að í þinni ráðherratíð sem viðskiptaráðherra voru bankarnir einkavæddir.Það verður þó varla fram hjá því litið að á því ferli öllu berð þú mikla ábyrgð ásamt því regluverki sem bönkunum var ætlað að starfa eftir. Og minnast má þess að lengi vel var það stefna Framsóknarflokksins að selja ekki bankana og als ekki Símann og margir framsóknarmenn munu enn vera á þeirri skoðun.Nú er úti ævintýr og bankarnir komnir aftur í þjóðareign. Nauðsynlegt er að spyrja hvað hefur þjóðin haft upp úr sölu bankanna og hvað mun hún kosta hana? Fyrir einkavæðingu var þjóðin talin með ríkustu þjóðum í heimi. Þjóðartekjur á mann með því besta sem þekktist. Þegnarnir yfirleitt efnahagslega sjálfstæðir og lífskjör hvergi jafnari en hér á landi. Ofurlaun þekktust ekki. Hvernig er svo ástandið í dag, sem einkavæðingin skilur eftir? Allir bankarnir komnir í þrot. Af eljusemi og dugnaði höfðu þeir safnað erlendum skuldum er nema tólf til þrettán faldri ársframleiðslu þjóðarinnar. Allt sparifé okkar, sem var í vörslu þeirra var í uppnámi. Setja varð neyðarlög að næturlagi til þess að tryggja spariféð og eðlileg bankaviðskipti í landinu. Mörg hundruð miljarða skuldabaggi er lagður á íslenska þjóð. Okkur finnst því að þú mættir gjarnan hugleið hvaða áhrif þinn félagslegi og pólitíski framgangur hefur haft fyrir þjóðina og Framsóknarflokkinn. Og hvað um KEA og SÍS? Spyrja má hversu mikið landsbyggðin hefur liðið fyrir hrun Samvinnuhreyfingarinnar. Síður en svo ætlum við þér alla ábyrgð á einkavæðingunni og afleiðingum hennar þótt þú kæmir þar verulega við sögu og margir bera ábyrgð á þróun samvinnumála hér á landi. Framsóknarflokkurinn átti sinn góða þátt í uppbyggingu þess samfélags, sem hér náði að þróast á öldinni sem leið. Það samfélag byggði á blönduðu hagkerfi, sem hafnaði öfgum kapitalisma, sem boðaði að markaðurinn ætti að ráða öllu í heimi hér, jafnt og alræðissósíalisma var hafnað.Með formensku Halldórs Ásgrímssonar hefst raunasaga Flokksins, sem endaði með fylgishruni. Halldór klifaði látlaust á því að breyta þyrfti stefnu Flokksins. Hann skipaði framtíðarnefnd. Jón Sigurðsson var ,, kallaður til þess að hafa umsjón með þessari stefnumótun, ásamt Sigurði Einarssyni og Bjarna Ármannssyni, sem afþakkaði reyndar þetta boð. Í þessari nýju stefnu fólst m.a. þetta: 1. Í stað þess að standa vörð um sjálfstæði Íslands og fullveldi átti að gangast undir ESB- valdið í Brussel. 2. Í stað hins blandaða hagkerfis skyldi innleiða ,,frjálst markaðshagkerfi líkt og í Bandaríkjunum og ESB. 3. Ísland átti að verða ,,alþjóðleg fjármálamiðstöð og skattaparadís.4. Frjáls innflutningur á landbúnaðarvörum, átti að vera forsend þess að flokkurinn næði fylgi í þéttbýlinu. Allt var þetta í algjöri andstöðu við þau lífsviðhorf og gildismat þess fólks sem Flokkurinn sótti fylgi sitt til. Enginn studdi Halldór formann og þessa nýju stefnu af meiri alúð en þú, að okkur finnst. Þótt annar hver kjósandi hafi yfirgefið Flokkinn heldur þú áfram á braut, sem leiddi hrun yfir Flokkinn og hörmung yfir þjóðina. Ástandið hefði þó verið sínu verra ef vilji ykkar Halldórs og fyrirmæli um að leggja Íbúðarlánasjóð undir bankanna hefðu ekki verið hundsuð af ágætum flokksbræðrum okkar, Árna Magnússyni, Magnúsi Stefánssyni og Guðmundi Bjarnasyni. Enda nutu þeir, að við höldum, stuðnings annarra þingmanna Flokksins. Þú innleiddir tilskipun ESB um raforkumál, sem kostar fólkið í landinu hundruð miljóna á ári hverju. Og þú orðaðir það svo fallega að þetta gæti verið fyrsta skrefið í einkavæðingu orkugeirans.Og nú rekur þú áróður sem mest þú getur fyrir aðild að ESB og reynir að fiska málinu fylgi í gruggugu vatni svo ekki sé meira sagt. Því til viðbótar hefur þú og sumir af þínum fylgismönnum talað niður gjaldmiðil hagkerfisins, nokkuð sem er mjög alvarlegt mál.Þá viljum við lýsa undrun og óánægju okkar yfir framgöngu þinni gagnvart sitjandi formanni Framsóknarflokksins. Við munum ekki annað eins. Með framsóknarkveðju. Gunnar Oddsson Flatatungu 560 VarmahlíðSigtryggur Jón Björnsson Birkimel 11 560 Varmahlíð
Áframsendi gagnrýni á Valgerði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir gleyma einu mjög mikilvægu Framsóknarmennirnir í Skagafirði ekki nema þá að þeir hreinlega hafa ekki gert sér grein fyrir því.
Valgerður Sverrisdóttir í sinni ráðherratíð nánast lék sér að því að stúta nær öllum skipasmíðaiðnaði á Íslandi.
Af hverju spyrja menn ?
Vegna þess að glæpagengið í Kaupþing skipaði svo fyrir eftir forskrift óþokkans Finns Ingólfssonar.
Níels A. Ársælsson., 11.11.2008 kl. 09:00
Rýtingarnir eru uppseldir í Framsóknar-kaupfélaginu, þeir eru byrjaðir að slást með teskeiðum!
Frank Magnús Michelsen, 12.11.2008 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.