8.11.2008 | 16:17
Hvar eru foreldrarnir ?
Mér sýnist á þessum myndum að þetta séu mest krakkar sem hafa ekki einu sinni kosningarétt. Er þetta kannski sami skríllinn og var á pöllum ráðhússins. Lögreglan hlýtur að tala við þá sem standa fyrir þessari múgæsingu.
Varúð-Börn að leik.....
Eggjum kastað í Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- Nú þurfa allir að koma að málum
- Þráhyggja Jóhönnu
- Sannleikanum verður hver sárreiðastur
- Nú segir af boltasparki
- Komdu alltaf saddur í Búðardal (uppfært)
- Að sjálfsögðu á að fella þetta niður
- Atvinnubótaþegar !
- Bara plat eða hvað ?
- Hvar eru upphrópanirnar núna ?
- Send á Litla-Hraun
- Kjarkleysi sjávarútvegsráðherra !
Bloggvinir
- Anna Kristinsdóttir
- Ágúst Ásgeirsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Ársæll Níelsson
- Ásta Möller
- Baldur Smári Einarsson
- Birgir Ármannsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Borgar Þór Einarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja skordal
- Bwahahaha...
- Carl Jóhann Granz
- Dóra litla
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elliði Vignisson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gló Magnaða
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Gunnar Þórðarson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Helga Margrét Marzellíusardóttir
- Helgi Jónsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Jóhann Waage
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Katrín Dröfn Markúsdóttir
- Lilja Einarsdóttir
- Marta
- Morgunblaðið
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig Birgisdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Vefritid
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Örvar Már Marteinsson
- Örvar Þór Kristjánsson
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
337 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessir krakkar fá kosningarétt og það er þeirra að borga fyrir afglöp óheftrar frjálshyggju síðustu ára.
Haraldur Bjarnason, 8.11.2008 kl. 16:28
Ekki það að ég sé meðfallinn öllu því sem fór þarna, né hafi verið þarna, né er á þessum aldri ( er 22 ), að þá þegar þið sjálfstæðismenn komið með svona comment sé ég eiginlega eftir því. Auðvita mæta einhverjir krakkar þarna sem eru að upplifa gífurlegt stress heima hjá sér í gegnum foreldra sína.
Ennfremur sé ég þarna margt eldra fólk á myndunum.
Þótt að þarna hafi verið einhverjir "krakkar" sem hafi verið að mótmæla er algjör óþarfi að tala niðurtil þeirra og vera að halda því fram að þetta sé einhverskríll. Eru skoðannir þeirra sem hafa ekki kosningaaldri eithvað ómerkilegri en þínar ?
Mér finnst að margir af sjálfstæðismönnum þurfi að fara læra að hætta tala niður til fólks. Vera tala um skríl, vera tala um hvað fólk sé vitlaust vegna þess að það er ekki með sömu skoðanir og þið. Fólk er að mótmæla því einmitt að þið Sjálfstæðismenn virðist telja ykkur svo ofar öllum öðrum að þið getið hreinlega ekki sagt sannleikanum nokkrum vegna þess að þið haldið að "við" restin getum ekki höndlað það.
Ég held að með svona framkomu Ingólfur verði ekki mörg atkvæðin sem þið fáið næst hvort sem það er í borgar eða alþingiskosningum.
Komið fram segið sannleikann og talið við fólkið. Þótt að fréttinar séu slæmar að þá höndlum við það betur en lygina.
Depill, 8.11.2008 kl. 16:32
Góðan dag; Ingólfur !
Þetta eru einmitt; ''krakkarnir'', sem svikarinn og níðingurinn Geir H. Haarde ætlast til, að borgi niður skuldir burgeisa hyskis okkar lands !
Ertu ekki; stoltur, af flokks ræksni þínu, þessa dagana ?
Með afar; þurrum kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 16:35
Þakka þér; Pétur.
Ekki fer mikið; fyrir réttlætiskennd Ingólfs H Þorleifssonar, gott fólk.
Kannski; hann sé einn þeirra, sem hagnast á ástandinu, í landinu ?
Með kveðjum, enn /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 16:50
Til hamingju með hrokann!
Ég trúi ekki að þú sért það heimskur að halda að fólk yngra en 18 ára geti skipulagt 3000 manna mótmæli.
Annars er ég alltaf hrifinn af stefnu ykkar "hörðu" sjalla að það eigi ekki hlusta ungt fólk og hvað þá ef það hefur ekki kosningarétt.
Karma (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 16:56
Vil bara benda ykkur á að hér fyrir Vestan er búin að vera kreppa frá því 1994. Ekki hef ég heyrt hávær mótmæli frá ykkur á suðvestur horninu út af því. Þessi hópur sem hagar sér svona hefur ekki minnsta skilning á hversu vandamálið er stórt sem við er að etja. Því fer víðs fjærri að Sjálfstæðisflokkurinn beri alla ábyrgðina, þó svo sannarlega beri hann mikla ábyrgð.
Ingólfur H Þorleifsson, 8.11.2008 kl. 17:11
persóna, 8.11.2008 kl. 17:55
"Þessi hópur sem hagar sér svona hefur ekki minnsta skilning á hversu vandamálið er stórt sem við er að etja. "
og hrokinn heldur áfram....
Ingólfur, ég er, eins og þú veist, að Vestan og bý þar enn. ég hleyp samt ekki upp með hrokafullar athugasemdir eins og þú gerir hér.
Ef ég hefði verið í Rvk undanfarnar vikur þá hefði ég mætt á öll mótmælin sem þar hafa verið. Því ég er reið, ég er reið þeim sem hafa logið og þeim sem fela, ég er reið þeim sem bera ábyrgð, og þeir eru margir. eins og þú segir réttilega þá berið þið sjálfstæðismenn mikla ábyrgð. Þú hefur ekki efni á að tala niður til þessa fólks sem þarna mætti og á eftir að halda áfram að mæta þarna og mótmæla.
Þó við hér séum vissulega betur stödd heldur en höfuborgarbúar nú þegar ástandið er eins og það er þá held ég að við séum enn betur sett með það að finna til samhyggðar, frekar en hroka.
Ekki gera lítið úr því fólki sem þarna mætir, margt hefur misst mikið og á eftir að missa meira.
Harpa Oddbjörnsdóttir, 8.11.2008 kl. 18:32
Það er þyngra en tárum taki að talsmenn Sjálfstæðisflokksins skuli dirfast að tala svona á sama tíma og þeir hafa keyrt þjóðina í gjaldþrot.
Þeir eiga að skammast sín, ef þeir hafa sómakennd og segja sig úr flokknum, ef forysta hans heldur áfram í sama einræðishrokanum sem nú hefur sökkt landinu.
Ég veit að samdráttur og hálfgerð kreppa hefur lengi ríkt á Vestfjörðum og í mínum gamla heimabæ Ísafirði. Skyldi nú gjafakvótakerfi Sjálfstæðisflokksins ráða einhverju um það?
Theódór Norðkvist, 8.11.2008 kl. 19:48
Láttu ekki svona Ingólfur. Þér getur ekki verið alvara.
Það er löngu tímabært að fólk mótmæli og það duglega. Þessi mótmæli eiga vel rétt á sér, sem og mótmælin á svölum ráðhússins. Ég vildi stundum óska þess að ég væri heima á Íslandi til að geta tekið þátt.
Ársæll Níelsson, 8.11.2008 kl. 20:28
Já það er eins gott að segja ekkert sem ekki passar reiða fólkinu að heyra.
Annars skil ég reiði fólksins afar vel..ég væri líka arfabrjáluð ef ég hefði látið einhvern plata mig til að taka myntkörfulán til að fjármagna hjólhýsið, hækka yfirdráttinn svo fjölskyldan kæmist nú í almennilegt frí og ég tala nú ekki um ef ég hefði látið pína mig til að kaupa 15 milljón króna íbúð á 30 milljónir og rekið 27 milljónir að láni í erlendri mynt
Katrín, 8.11.2008 kl. 22:33
Komið þið sæl; enn !
Ingólfur ! Ég man nú ekki betur; en að ég hafi, oftsinnis, eggjað ykkur Vestfirzka, á minni síðu, meðal annars, til þess, að flæma Bolvízka hrakmennið Einar K. Guðfinnsson, úr fjórðungi ykkar, og hæfuð, af myndarskap útgerð og fiskvinnzlu á ný, af þeim þrótti, sem þið bjugguð yfir, í eina tíð, að minnsta kosti. EKG og Hafrannsóknarstofnun eru engar heilagar kýr, Ingólfur minn !
Mér er málið skylt; því móðurafi minn Þórður Árnason (1890 - 1933), átti stóran frændgarð, í ykkar ranni, þar vestra.
Með kveðjum, þurrlegum enn, en kveðjum þó /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 23:49
æ Katrín, það kemur ekkert á óvart að þú takir í sama hrokafulla strenginn og Ingólfur.
Harpa Oddbjörnsdóttir, 9.11.2008 kl. 15:41
Uuuu Katrín það er ekki bara fólkið sem keypti sér hjólhýsi sem lendir í kreppu. Þó að færri störf tapast fyrir vestan lenda vestfirðingar jafn mikið í verðbólgu og aðrir landsmenn. Skattar vestfirðinga munu hækka jafn mikið og mínir til að borga skuldir ríkissins.
Hver vegna halda annars svona margir að erlendu lánin hafi bara verið tekin til að fjármagna einkaneyslu?
Karma (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 21:34
Harpa það er kominn tími á það að einhver segi við þig: Stigðu niður af stallinum kona, áður en þú dettur. Fallið getur verð hátt!
Karma : Erlendu lánin voru tekin til að fjármagna einkaneyslu landans að stórum hluta auk kvótakaupa, vélakaupa og svo framvegis. Ef þú skildir nú ekki hafa áttað þig á því þó var færslan í kaldhæðnislegum stíl og alhæfing alger og allt með vilja gert.
Katrín, 10.11.2008 kl. 14:33
Katrín, ég hef aldrei haldið mig upp á neinum stalli, langt í frá. Útskýrðu þetta komment hjá þér!
Harpa Oddbjörnsdóttir, 11.11.2008 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.