Ykkar hlutur er nú ansi vænn í þessu.

Það er áhugavert að sjá hversu blint samfylkingarfólk er á eigin ábyrgð í efnahagshruninu. Einn helsti hönnuður að efnahagsmálapakka Samfylkingarinnar er nefnilega Jón nokkur Sigurðsson. Hvað skildi hann vera að sýsla þessa dagana. Hann er  formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins sem á einna stærstu sökina á að Icesave og Landsbankinn fengu að komast svona langt.

Hann er einnig varaformaður stjórnar Seðlabankans. Það er einmitt sami seðlabanki og Ingibjörg Sólrún vill reka bankastjórnina úr. Einnig er Björgvin G Sigurðsson ráðherra viðskiptamála yfir fjármálaeftirlitinu, svo það þíðir ekkert fyrir Samfylkinguna að fría sig í þessu máli.

Einnig er alveg makalaust að hlusta á Ingibjörgu tala um að Davíð Oddson þurfi að víkja, þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi lýst því yfir að hann sitji áfram. Held að það væri farsælla fyrir Ingibjörgu að setja kraft í að tala máli þjóðarinnar erlendis, ekki veitir af. Hún sem utanríkisráðherra á að stýra þeirri vinnu sem fellst í að endurheimta trú annarra þjóða á Íslandi.

Held að það sé kominn tími hjá Samfylkingarfólki til að átta sig á að þeir eru ekki lengur í stjórnarandstöðu. Hættið þessum eilífu afsökunum og reynið heldur að taka þátt í því að koma landinu aftur á lappirnar.

Ábyrgðin er ekki síður ykkar á þessu efnahagshruni.....


mbl.is Aðildarviðræður við ESB strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: H G

Sammála, Ingólfur!       Og atkvæði mitt fær þetta undarlega jafnaðarfólk ekki aftur.  Jóhönnu kysi ég samt - jafnvel þó hún flytti sig í Sjálfræðisflokkinn

H G, 26.10.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

bíddu? Ekki síður en þeirra sem hafa verið í stjórn í 17 ár, og með fjármálaráðuneytið allan tímann og alvöru formaðurinn ykkar er Seðlabankastjóri sem dró úr bindiskyldu og leyfðu útgáfu á vondum skuldabrefum? Þú manst vonandi að nýji formaðurinn þinn var fjármálaráðherra obban af þessum tíma, og þeir félagar höfðu yfirumsjón með að koma Landsbankanum til vina sinna á litlu verði sem voru greinilega það vanhæfir að við erum að supa seiðið af því núna.

Þið eruð eitthvað veruleikafirrtir ef þið haldið að það sé Samfylkingin sem hefur borið ábyrgð á þessu rugli; sérstaklega þegar hún vildi ekki sjálfstæðan gjaldmiðil hérna né seðlabanka heldur ganga í Evrópusambandið! Auk þess skipaði hún tvo doktora í hagfræði í stjórn seðlabankans, á meðan þið sjálfstæðismenn skipuðuð tvo jólasveina (Hannes Hólmstein og Halldór Blöndal).. 

Krafa um Evrópusambandsaðild er engin afsökun - heldur krafa um að þessu helvítis rugli ljúki, og taka yfirstjórn efnahagsmála og peningamála af þessum vanhæfu sjálfstæðismönnum.  

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 26.10.2008 kl. 11:15

3 Smámynd: Katrín

Rétt að halda til haga þeirri staðreynd að Jón þessi Sigurðsson er einnig formaður skilanefndar bankana, og að ISG er yfirmaður utanríkismála sem fer með öll samkskipti við erlendar rikistjórnir.

Katrín, 26.10.2008 kl. 12:16

4 Smámynd: Gló Magnaða

Sammála þetta er bara samfylkingunni að kenna og engum öðrum.

En Davíð Oddson þarf að víkja. Þar er ekki bara krafa Ingibjargar heldur nánast allrar þjóðarinnar.

Gló Magnaða, 27.10.2008 kl. 08:21

5 Smámynd: Gunnar Hallsson

Menn geta verið með nornaveiðar, en þarf ekki að setja til hliðar höfunda þeirra hugmyndafræði sem spunnið hefur þennan vef gróðrarhyggju og græðgisvæðingar undanfarin ár. það er hugmyndafræðin sem hefur beðið skipsbrot.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið mikið fylgi út á þessa hugmyndafræði, ég hef ekki trú á að flokkurinn verði með þessa stefnu sem aðalrétt næst þegar kosið verður, sem vonandi verður innan skamms.

 Kannski Sjallarnir reki bara  ræstitæknin -  Hannes Hólmstein.

Gunnar Hallsson, 28.10.2008 kl. 11:00

6 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Gunnar.

 Vildi bara óska ykkur Samfylkingarfólki til hamingju með Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og stýrivaxtahækkunina.  Tæpast getið þið kennt Davíð Oddsyni um það, hann barðist hart fyrir því að þessi leið yrði ekki farin.

Ingólfur H Þorleifsson, 28.10.2008 kl. 11:28

7 Smámynd: Gunnar Hallsson

Sæll Ingólfur minn. 

Leitt að DO skuli láta hafi sig í svona skítverk eins og að tilkynna um stýrivaxtahækkun sem er  honum þvert um geð og sitja undir ákvörðun Geirs og dýralækisins um IMF, af hverju segir maðurinn ekki af sér ef allt þetta er honum á móti skapi. Varla eru það rýr eftirlaun sem halda honum í þessu djobbi þar sem bestu vinir hans eru á móti honum. 

Kjarni málsins er sá að hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins er hrunin og  skaðinn er mikill fyrir allt þjóðfélagið. Það þýðir lítið að kenna Samfylkingunni um það. Hennar hugmyndafræði er önnur. Við getum verið ósammála um hvor sé betri. Það liggur hinsvegar fyrir að stefna Sjálfstæðisflokksins um  óhefta markaðshyggju og græðgisvæðingu hefur orðið okkur æði dýr, svo ekki sé meira sagt. Það er svo sem öllum frjálst að  verja áfram þessa hugmyndafræði, dýrka hana og dá, en það væri sannarlega  Íslands eina vona að varðhundum þessarar stefnu færi fækkandi.

En svona sem sögulega skýrskotun má rifja upp að varðhundarnir í Arnarhreiðrinu héldu áfram að berjast þó foringjarnir  hefðu gleypt blásýruna hver af öðrum.

með kveðju á Súganda.

Gunnar Hallsson, 28.10.2008 kl. 14:41

8 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

 Þessi hugmyndafræði er var nú ekki verri en svo að Samfylkingin kok gleypti hana og losaði sig við flest kosningaloforðin til að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það er ekki bara á Íslandi sem þetta ástand er að ganga yfir. Það þarf ekki að fylgjast mikið með fréttum til að sjá það. 

Ekki veit ég hvaða máli það skiptir hvort menn eru dýralæknar eða eitthvað annað þegar þeir fara í pólitík. Það er fyndið að heyra fólk tala um að hinn eða þessi sé ekki með menntun til að gegna ráðherradómi og eða bankastjórastöðu. Er ekki Björgvin viðskiptaráðherra heimsspekingur og Jóhanna Sig flugfreyja að við tölum nú ekki um iðnaðarráðherrann sem er sérfræðingur um urriðana í Þingvallavatni.

Það er nú fleira fólk í ráðuneytunum en ráðherrarnir. Held að allt þetta fólk sé að gera sitt besta til að koma okkur út úr þessu ástandi. Það væri bara betra ef stjórnarflokkarnir töluðu í sömu átt.

Ingólfur H Þorleifsson, 28.10.2008 kl. 16:17

9 Smámynd: Gunnar Hallsson

Ekki svona sár Ingólfur minn ,dýralæknar geta örugglega verið ágætir til ýmissa verka.

Það hinsvegar hárrétt hjá þér að Samfylkingin á  frekar að losa sig við Sjálfstæðisflokkinn en láta hann þvælast fyrir  markmiðum sínum, því fyrr sem það gerist því betra.

Gunnar Hallsson, 28.10.2008 kl. 20:49

10 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það gerist ekki. Formaðurinn ykkar hefur sjálf sagt að fólk treystir ekki Samfylkingunni, og því þarf hún Sjálfstæðisflokkinn til að komast til valda. Sýnist þeim líka það fínt, þó svo að það hafi þurft að svíkja nokkur loforð.

Ingólfur H Þorleifsson, 29.10.2008 kl. 06:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband