Að sigra heiminn.

steinn steinarrSteinn Steinarr (Aðalsteinn Kristmundsson) hefði orðið 100 ára í dag ef honum hefði enst aldur. Hann var fæddur við Ísafjarðardjúp en ólst upp í Dölunum. Ég lærði þessa vísu eftir hann þegar ég var barn í eldhúsinu hjá ömmu og afa.

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.

(Og allt með glöðu geði
er gjarna sett að veði.)

Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.

Kannski á þessi vísa vel við í dag á 100 ára afmæli skáldsins.

Hver sigrar heiminn að lokum.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já það er víða vitlaust gefið og það á eftir að sýna sig víða á ólíklegustu bæjum næstu misserin.

En takk fyrir að minnast Steins Steinars, flott færsla hjá þér.

Níels A. Ársælsson., 13.10.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband