12.10.2008 | 16:44
Allt Davíð að kenna.
Fyndið hvernig margir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sjá samasemmerki með hruni bankanna og Davíð Oddssyni. Ég hef alltaf vitað að Davíð er öflugur og hæfur til margra verka, en að hann hafi þetta allt í sínu valdi er nú í besta falli broslegt.
Sú þróun sem virðist vera að koma á daginn um allan heim er eitthvað sem engan gat órað fyrir. Allt tal um að finna sökudólga og ástæður verður að bíða þar til við komumst út úr mesta storminum. Þá þarf líka að leggja öll spilin á borðið. Það verður að fara yfir það hvernig það getur gerst að nokkrir útrásarmenn geti skuldsett heila þjóð svo svakalega að hún sé í skuldafangelsi í áratugi. En það sem skiptir máli nú er að lágmarka skaðann og standa saman í að koma sem best út úr þessari alheimskreppu.
Þegar þetta verður skoðað þá hlýtur allt að vera undir hvort sem er stjórnvöld, bankastjórnendur, fjármálaeftirlit og síðast en ekki síst útrásarvíkingarnir sjálfir. Þá er gott að hafa hugfast hver hefur verið þeirra helsti sendiherra, jú nefnilega forsetinn sjálfur Ólafur Ragnar Grímsson. Það var hann sem neitaði að samþykkja lög sem hefðu að hluta komið böndum á þessa menn. Hver man ekki eftir fjölmiðlalögunum. Að launum fékk hann að fljúga með þeim í fínu einkaþotunum.
Þetta verður skoðað ofan í kjölinn.....
Forsetinn hvetur til samstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.