8.9.2008 | 21:23
Misheppnað valdarán.
Áhugavert að lesa á bb.is um tilraunir Magnúsar Reynis Guðmundssonar til að koma sínum manni til valda í Fjórðungssambandi Vestfjarða. Fyrst reynir hann að fá Ómar Má Jónsson sveitarstjóra í Súðavík til að bjóða sig fram til formanns, en gleymir sjálfsagt að segja honum að sitjandi stjórn hafi stuðning til áframhaldandi setu og þar með talið formaðurinn Anna Guðrún Edvardsdóttir.
Ómar samþykkir að vera í kjöri, en dregur sig til baka þegar hann sér að engin óánægja er með sitjandi stjórn. Þá sækir Magnús oddvita sinn úr minnihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar Sigurð Pétursson. Það er skemmst frá því að segja að Anna sigraði Sigurð með 74% atkvæða gegn 26%. Það var nú öll óánægjan og allt vantraustið með hana og stjórnina.
Þar kemur að skemmtilegasta kaflanum í þessari valdaránstilraun. Sjálfstæðismenn beittu Ómar þrýstingi að mati Magnúsar Reynis, raunar svo miklum að hann sá þann kostinn vænstan að draga framboð sitt til baka. Mikill er máttur okkar Sjálfstæðismanna, ég segi ekki annað.
Þeir hafa væntanlega skálað á Núpi um kvöldið, Magnús og Sigurður fyrir árangrinum.
Klaufalegt.....
Athugasemdir
Hmmm... jamm... við þurfum á manni eins og þér að að halda Ingólfur
Gló Magnaða, 9.9.2008 kl. 10:06
Ekki nokkur spurning Eygló.
Ingólfur H Þorleifsson, 9.9.2008 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.