31.8.2008 | 11:13
Var hann kannski ekkert á móti eftir allt saman.
Í aðdraganda síðustu alþingis kosninga voru sjálfstæðismenn sakaðir um að vera á móti háskóla á Vestfjörðum og þeir hreinlega sagðir ekki vilja hann. Eitthvað horfir þetta nú öðruvísi við nú í dag þegar menntamálaráðherra setur formlega nýja námsleið í haf- og strandsvæðastjórnun.
Um tímamót eru að ræða því þetta er í fyrsta sinn sem staðbundið háskólanám er alfarið er kennt á Vestfjörðum. Er þar kominn enn einn vísirinn að sjálfstæðum háskóla á Vestfjörðum. Sú vinna sem fólk hér hefur lagt á sig, ekki síst sjálfstæðismenn er nú að skila sér til baka.
Það var aldrei ætlunin að háskólinn yrði til á einni nóttu, heldur í mörgum skrefum og í þá átt hefur verið unnið. Þetta er nýjasta dæmið um það.
Áfram veginn....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.