14.8.2008 | 07:06
D+S
Ég ætla að byrja á því að viðurkenna það að ég hafði trú á að þetta myndi ganga. En nú þegar allt bendir til að þetta sé búið þá er það mín skoðun að borgarfulltrúar skuldi Reykvíkingum meirihluta sem getur snúið ofan af þessari hringavitleysu.
Sjálfstæðismenn og Samfylking verða að setja aftur fyrir þann pirring sem verið hefur á milli þessara flokka í borgarstjórn, og mynda meirihluta sem er nógu sterkur til að taka á málum. Ef að það þarf til að Dagur fái borgarstjórastólinn þá eigum við að gefa það eftir. Dagur stóð sig að mörgu leyti vel sem borgarstjóri og er mjög vinsæll. Þessir flokkar hafa sýnt það í landsmálunum að þeir geta vel unnið saman.
Eins manns meirihluti með Framsókn er ekkert betri en þessi sem er að springa núna.
Setjum punkt aftan við þessa vitleysu....
Samstarfið á endastað" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér að D+B er lítið betra en D+F.
En hvers vegna ætti S að vilja fara í samstarf við D? Fylgi S slagar hátt uppí 50% og sjá þeir fram á S+VG eftir næstu kosningar eða jafnvel hreinan meirihluta. Ólíklegt að þeir vilji hætta þessu fylgi til að bjarga S upp úr eigin holu.
Minnihlutastastjórn studd af D er eðlilegasta lausnin á þessum hnút ef menn hafa virkilega áhuga að leysa hlutina í sátt.
Karma (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.