28.7.2008 | 07:05
Olíuævintýri Össurar.
160 milljónir í olíuleit á Drekasvæðinu. Gott mál það. En hvað ætlar Össur að gera ef hann finnur olíuna. Ekki ætlar hann að vinna úr henni á Íslandi, ef tekið er mið af skoðunum hans á olíuhreinsistöð á vestfjörðum. Það er sagt í þessari frétt að olían hafi breytt efnahag Norðmanna. Það er af stórum hluta vegna þess að þeir vinna olíuna sjálfir, en sigla ekki með hana óunna í burtu og skapa atvinnu annarsstaðar.
Það er nefnilega það sem Össur olíumálaráðherra vill gera ef olía finnst á Drekasvæðinu. Þessi tvískinnungur ráðherrans er í besta falli broslegur. En það verða nú væntanlega einhverjir sem taka fram fyrir hendurnar á honum og umhverfisráðherra þegar kemur að því að taka ákvörðun í þessum málum. Íslendingar hafa ekki efni á að láta sigla með ólíu óunna frá landinu ef hún finnst.
Auðlindaleit á Drekasvæðinu milli Jan Mayen og Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.