6.6.2008 | 11:18
Hvers vegna má ekki gagnrýna dómara.
Guðjón Þórðarson hefur verið dæmdur í eins leiks bann fyrir harða gagnrýni á dómara og Knattspyrnusambandið. Auk þess hefur ÍA verið sektað um 20 þúsund fyrir sama mál. Það er alveg furðulegt hvað það er alltaf alvarlegt þegar dómarar fá að heyra að þeir séu ekki að standa sig. Eitthvað hefur nú verið til í þessu hjá Guðjóni, því sá dómari sem um ræðir hefur ekki verið settur á leik í efstu deild síðan.
Í gærkvöld fengu svo dómarar sneið úr átt sem engin bjóst við. Nefnilega frá gamla körfuboltadómaranum Leifi Garðarssyni Þjálfar Fylkismanna. Leifur var mjög óhress með misræmi og virðingarleysi hjá sumum dómurum, og ég veit að Leifur er ekki að tjá sig um svona mál nema að vel ígrunduðu máli. Það verður spennandi að sjá hvernig KSÍ mun tækla þessa annars tímabæru gagnrýni Leifs.
Það vill nefnilega æði oft verða þannig að dómarar eru stikkfrí og það má alls ekki gagnrýna þá. Ef þú vogar þér að setja út á þeirra störf þá færðu leikbann og sekt, eða ert rekinn út úr húsi.
Allir verða að geta tekið gagnrýni, líka dómarar í Íþróttum.....
Athugasemdir
Já sammála. Þetta er alveg óþolandi að það megi ekki gagnrýna störf dómara. Þeir eiga örugglega sína slæmu daga rétt eins og leikmenn.
Gló Magnaða, 6.6.2008 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.