Hvernig er svona lagað mögulegt.

Í fréttum í gær var sagt frá manni sem var dæmdur í fangelsi og sviptur ökuleyfi í fjögur ár fyrir að vera valdur að mjög alvarlegu slysi á Suðurlandsvegi í desember 2006. Í slysinu létu tveir einstaklingar lífið, m.a. fimm ára gömul stúlka. Í slysinu slasaðist bróðir stúlkunnar mjög alvarlega og nær sér aldrei.

Það sem að sló mig mest við fréttina er að þessi maður sem nú loksins var dæmdur hefur verið stoppaður níu sinnum fyrir of hraðan akstur síðan slysið varð. Níu sinnum ! Hvað er að kerfi sem getur ekki tekið svona menn úr umferð strax. Var verið að bíða eftir að hann dræpi fleiri.

Það hlýtur að vera krafa þeirra sem keyra um vegina að svona ökuníðingar fái aldrei að aka bíl framar. Sá sem er tekinn níu sinnum fyrir of hraðan akstur, eftir að hafa verið valdur af tvöföldu banaslysi, hefur ekki þroska til að aka bíl svo mikið er víst.

Tifandi tímasprengja......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

Vá!!!  þvílíkt samviskuleysi.

Gló Magnaða, 3.6.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband