18.5.2008 | 14:39
Enn verður Magnús sér til skammar.
Ég var að horfa á Silfur Egils áðan og þar var Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslynda flokksins að ræða um flóttamennina frá Palestínu sem til stendur að flytji til Akraness. Þar segir Magnús að Akranesbær sé ekki nógu vel stæður til að taka á móti þessum hóp, og það séu fullt af fjölskyldum á staðnum nú þegar sem bíði aðstoðar en fái ekki.
Koma þessa hóps hefur ekki áhrif á aðra hópa sem bíða úrvinnslu í félagslega kerfinu á Akranesi. Ríkið leggur peninga með þessum hóp. Magnús nefndi sjálfur 120 milljónir, ekki veit ég hvort það er rétta talan. Ef tekið er mið af fyrri hópum flóttamanna sem hafa komið til landsins á undanförnum árum, þá er þessi hópur ekkert öðruvísi.
Magnús heldur því hins vegar fram að þessi hópur sé mjög frábrugðin og þurfi mikið meiri hjálp. Magnús segir sjálfur á bloggsíðu sinni "að þetta sé með því erfiðara og mest krefjandi sem hægt er að finna í heiminum í dag". Rauði krossinn og fólk í félagslega kerfinu er með mikla reynslu í þessum málum, og verður ekki í vandræðum með þetta fólk. Held ég verði að vera sammála Agli Helgasyni, en hann spurði Magnús hvort þetta væri ekki bara dulbúið útlendingahatur.
Miðað við málflutning hluta Frjálslynda flokksins fyrir síðustu kosningar þá er ekki skrítið að fólk áætli að svo sé. Hvað varðar Akranesbæ, þá er hann ekki á nokkurn hátt ófær um að taka að sér þennan hóp. Það mun tíminn leiða í ljós. En þessi málflutningur Magnúsar er honum til minkunar og allt tal hans um að þetta sé gert vegna þess að félagsmálayfirvöld á Akranesi valdi ekki verkefninu er yfirklór og ekkert annað.
Velkomin til Íslands......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.