Náttúruverndar Kompás.

Ansi var nú einhæfur fréttaflutningurinn af þessu olíuhreinsunarstöðvamáli í Kompás í gær. Það virðist eins og þeir hafi aðeins kannað aðra hlið málsins. Þátturinn gekk að mestu leyti út á það að tengja þetta við eitthvað ólöglegt í Rússlandi. Það var lítið gert með það að meirihluti fólks á Vestfjörðum eða rúm 53% aðspurðra er opið fyrir þessari framkvæmd, ef mið er tekið af könnun sem vitnað var í í þættinum.

Hvers vegna er ekki talað um öll þau gríðarlegu áhrif sem þetta kemur til með að hafa á allt mann og atvinnulíf á svæðinu ef þetta yrði að veruleika. Það er bara komið í ljós að öll þau litlu skref sem tekin hafa verið í góðri trú hafa ekki dugað til að mæta þeirri þróun sem verið hefur á Vestfjörðum.

Nútímastöð er ekki olíusmitandi og reykspúandi eiturefnakista sem yrði stórhættuleg öllu umhverfi sínu. Það geta þeir vitnað um sem fóru að skoða þetta á vegum sveitarfélaga á Vestfjörðum. Einnig er undarlegt hvað margir hræðast þessi stóru skip eins og pestina. Þessi skip eru að sigla fyrir norðan Vestfirði nú þegar, án þess að fólk hafi orðið mikið vart við það.

Hvað er svona slæmt við það að ná vopnum okkar aftur og ná að byggja upp risafyrirtæki sem gefur af sér mörg hundruð störf, auk allra þeirra starfa sem fylgja svona stóru verkefni. Við höfum bara ekki efni á að stinga hausnum í sandinn án þess að skoða þetta ofan í kjölinn, ef við ætlum að búa hér áfram.

Einstefnu Kompás.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband