Slæmt mál og gott mál.

IMG_1546Þetta veður er svona um það bil að verða svolítið þreytandi. Núna þegar vorið á að vera komið er enn hörku vetur hér í Súgandafirði. En það er bara eitt við því að gera, klæða sig vel og brosa upp í vindinn.

Við hjá KFÍ skrifuðum undir samninga við 7 leikmenn í gær. Það eru 3 strákar sem eru að koma úr unglingastarfinu og svo aðrir 3 sem hafa verið viðloðandi starfið frá barnsaldri en tóku sér smá hlé.

Síðast en alls ekki síst var samið við fyrirliða KFÍ Þóri Guðmundsson, en hann var einn af burðarásum félagsins í vetur og hefur leikið með okkur allan sinn feril og fer vonandi ekki að breyta því. Það verður gaman að geta verið með 15 manna æfingahóp á næsta tímabili. Það hefur örugglega ekki oft gerst hjá KFÍ, ef það hefur þá gerst.

Góðar stundir......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband