Hvert er hlutverk Vegagerðarinnar ?

stokkseyri_og_vegagerd_2005Ég hélt í einfeldni minni lengi vel að vegagerðin væri hugsuð til  að þjónusta vegfarendur. Það er að verða skýrara með árunum að ég hef rangt fyrir mér. Þau svör sem fólk virðist fá frá þessari ríkisstofnun eru oft á tíðum til háborinnar skammar.

Þessi seinagangur á Reykjanesbraut skrifast alfarið á vegagerðina og yfirmenn hennar sem eru samgönguráðherra og vegamálastjóri. Allt tal um að þetta sé vegna gjaldþrots verktaka er marklaust hjal. Vegagerðin átti að grípa inn í strax og verktakinn varð gjaldþrota og ganga þannig frá merkingum að öll þessi slys hefðu ekki orðið.

það á ekki að þurfa fullt af slösuðu fólki til að fá þessa menn til að vakna.

Stórhættuleg Reykjanesbraut.....

 


mbl.is Akstursstefnur aðgreindar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

já Golli, mér þykir þú nú samt leita langt yfir skammt.

Prófaðu einhvertíman að hringja í Vegagerðina og spyrja um færð eða mokstur á leiðinni til Patreksfjarðar.  Þar færðu nú ekki beint dæmigerð þjónustustofnunarsvör....

Sigurður Jón Hreinsson, 9.4.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: Gló Magnaða

Það hefur stundum verið sagt að það þurfi slys til að laga hættulega staði í umferðinni. Í þessu tilfelli hefur það ekki dugað til  ..........nema.... spurning hvort eitthvað gerist núna þegar "frægir" lenda í slysi.

 Ekki gott mál.

Gló Magnaða, 10.4.2008 kl. 10:31

3 Smámynd: Þorsteinn Fjalar Þráinsson

Sæll Ingó

Vissulega finnst mér vegagerðin engan veginn standa sig varðandi varúðarmerkingar og það er ekki ásættanlegt að hafa lágmarks aðvörunarljós, þau eiga eingöngu að vera í hámarki.

 Ég hef vissulega samúð með þessu fólki sem er að slasast,  en það er nokkuð öruggt aðí einhverjum tilfellum er um að kenna of hröðum akstri.

 Ég var þarna á ferð sl þriðjudag um kl 18.30 í töluverðri umferð og meðalhraðinn var um 100 km á klst. Þá kemur mótorhljól með farþega aftan á framúr og á eftir því BMV, bíllinn fer fram úr hjólinu og eykst þá hraðinn á hjólinu og það fram úr bílnum og síðan var snar slegið af hraðanum því þeir voru að  koma að þrengingunum þar sem hámarkshraðinn er 50 km. Þessir ökumenn voru langt frá því að vera á 50 km hraða þegar þeir fóru þarna í gegn.

Á leiðinni til baka um kl 22.00 var slagveðurs slydda og mikið slabb á brautinni. Þegar ég kom að þrenginunum sló ég af og var greinilega að tefja þá sem á eftir mér komu. Þar fyrir utan höfðu rúðuþurkurnar varla undan gusunum frá umferðinni á móti . 

Um leið og færi gafst fóru 5 bílar fram úr mér þó ég væri kominn í 90 og hurfu út í sortann.

Ég er búinn að fara nokkrar ferðirnar þarna suðreftir  sl mánuði og maður er í sjláfu sér ekkert hissa á að það eru tíð slys þarna. 

 



Þorsteinn Fjalar Þráinsson, 10.4.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband