19.3.2008 | 12:53
Hvað ræður einkennilegum ákvarðanatökum hjá Vegagerðinni.
Nú þegar páskahátíðin er að ganga í garð eru margir á faraldsfæti. Á Ísafirði er mikið um að vera eins og ég hef áður minnst á. Þess vegna get ég engan veginn skilið hvers vegna Dynjandis og Hrafnseyrarheiðar eru ekki ruddar. Veðurspáin er góð að undanskildu smá skoti sem á að koma á morgun. Þeir sem ætla að koma af suður fjörðunum til Ísafjarðar þurfa að keyra um 700 kílómetra í stað 150.
Ef vesturleiðin er rudd þá eru peningarnir teknir af nýframkvæmdafé. Hverskonar endemis vitleysa er þetta eiginlega. Það er eins og þessir menn þurfi að taka peningana úr eigin vasa.
Hvar eru þingmenn kjördæmisins þegar svona mál koma upp. Það á að moka vegin eins og skot svo að fólk geti komið á skíði og tekið þátt í því sem er í gangi hér um páskana.
Þrákálfar.....
Tugþúsundir á faraldsfæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel mælt og óskandi að þeir sem hafa með málið að gera lesi
Elfar Logi Hannesson, 19.3.2008 kl. 16:37
Gleðilega páskakveðjur vestur hafið það gott
Brynja skordal, 20.3.2008 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.