Snjómokstur í Súgandafirði.Uppfært.

200201602_805c1bed9e_oAlveg síðan ég flutti til Suðureyrar hefur vegurinn um Súgandafjörð verið vel mokaður og haft hefur verið á orði að það væri enginn vegur betur mokaður en hann. Í vetur hefur orðið mikil breyting á þessu. Það undarlega verklag er viðhaft hjá Vegagerðinni að verktakinn metur sjálfur hvenær þarf að moka, og best er fyrir hann að moka sem sjaldnast. Einnig á hann að passa að stikur séu í góðu lagi.

Nú á stuttum tíma hafa sex bílar farið út af veginum um Súgandafjörð vegna þess að mokstri og eftirliti er ekki sinnt sem skildi. Einn af þessum bílum var mokstursbíllinn sjálfur, en á þeim stað sem hann fór útaf fóru þrír bílar útaf vegna þess að það vantaði stikur á löngum kafla. Það var lagað eftir að ég kvartaði við vegagerðina, ekki fyrr.

Það skal tekið fram að sá aðili sem keyrir mokstursbílinn er á engan hátt ábyrgur fyrir því að þetta er svona. Hann hefur ekkert með að gera hve oft er mokað. Einnig skal tekið fram að það var afleysingarbílstjóri að moka þegar mokstursbíllinn fór útaf.

Íbúar í Dýrafirði hafa fyrr í vetur kvartað undan svipuðum hlutum í Dýrafirði, það þarf varla að taka það fram að þar er sama verklag viðhaft, og sami verktakinn.

Það er lágmarkskrafa skattgreiðanda að þeir sem fá greitt fyrir vinnu hjá ríkinu sinni henni 100%.

Ég skora hér með á vegagerðina að taka aftur upp eftirlit á vegum en ekki leyfa verktakanum að moka eftir dúk og disk.

Slæm vinnubrögð.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband