Þorrablót á Suðureyri.

thorramaturÍ kvöld bjóða Súgfirskar konur körlum sínum til þorrablóts. Þær hafa undanfarnar vikur undirbúið sig af kostgæfni og verður vafalitið mikið fjör. Ýmsar hefðir eru hafðar í öndvegi. Fordrykkur er alltaf fyrstur, síðan hefst borðhald þar sem snætt er úr trogum sem fólk hefur með sér. Undir borðum er sungið og flutt eru þrjú minni. Minni karla, minni Súgandafjarðar og minni Íslands.

Svið, bjór, hangikjöt, bjór, rófustappa, bjór, kartöflujafningur, bjór, hákarl, brennivín, harðfiskur, bjór, súrmatur, bjór, hrútspungur, bjór,  magáll, bjór. Með þessum mat er mjög gott að hafa kaldan bjór ef einhver skildi ekki hafa orðið var við það. Sérfræðingar segja að það sé ekkert léttvín sem sé tilvalið með þorramat, en maltbjór sé mjög góður og henti vel. Þetta er að sjálfsögðu smekksatriði.

Að borðhaldi  loknu hefst skemmtun þar sem tekið er á því helsta sem gerst hefur á Suðureyri síðasta árið. Það er haft á orði að engin sé maður með mönnum ef ekki er gert smá grín af honum. Yfirleitt eru sungnar gamanvísur. Sú hefð er hér að karlar og konur skiptast á að bjóða til blóts. Karlar halda góublót og konur þorrablót. Þess vegna er pressa á skemmtinefndinni að gera nú betur en á síðasta ári.

Þegar skemmtuninni líkur hefst dansleikur og stendur hann fram á nótt.

Nú er frost á fróni......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband