Í þetta skiptið skaut Spaugstofan langt yfir markið.

spaugMikið setti Spaugstofuna niður eftir þátt gærdagsins. Hvernig vegið var að Ólafi F Magnússyni var fyrir neðan allar hellur og Spaugstofumönnum til skammar. Björn Ingi Hrafnson var látin líta út eins og kaldrifjaður morðingi.

Þó svo að forsprakkar Spaugstofunnar líti á þetta sem húmor þá var þetta langt frá því að vera fyndið. Vita þeir ekki að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Þessir menn eiga fjölskyldur og börn sem skilja vafalaust ekki svona lagað.

 Það er klárt mál að maður lítur Spaugstofuna öðrum augum eftir þetta, ef maður þá horfir á þáttinn aftur.

Biðjist afsökunar.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

Heima hjá mér var mikið hlegið en við vorum jafnframt viss um að það urðu einhverjir hörundsárir.  Þetta var mjög nastý  

Gló Magnaða, 28.1.2008 kl. 08:32

2 Smámynd: Róbert Guðmundur Schmidt

Algerlega sammála þér Ingólfur. Pálmi vinur minn í Spaugstofunni og félagar fóru yfir strikið og yfirklór Karls Ágústs í Kastljósi í kvöld var máttlaus tilraun til að snúa útúr. Held að þeir ættu að sjá manndóm í sér að biðjast afsökunnar á þessu amk í þetta skiptið.

Róbert Schmidt
http://schmidt.blog.is

Róbert Guðmundur Schmidt, 28.1.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband