24.1.2008 | 12:45
Óþjóðalýður og ekkert annað.
Á þetta lið ekki að vera að vinna, eða er félagsmálapakkinn í borginni mættur á áhorfendapallanna til að valda þessum ófrið. Heldur þetta fólk að það geti bara staðið og öskrað til að ná sínu fram. Held að þessar miðbæjarrottur ættu að koma sér upp úr kaffibollunum. Eru allir búnir að gleyma þeim aðferðum sem var beitt þegar fjórflokkurinn komst til valda fyrir rúmum 100 dögum. Björn Ingi beitti nákvæmlega sömu aðferðum og og Ólafur gerir nú.
Fólk getur ekki verið svona fljótt að gleyma.
Kaffihúsalið......
Hávær mótmæli í Ráðhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- Nú þurfa allir að koma að málum
- Þráhyggja Jóhönnu
- Sannleikanum verður hver sárreiðastur
- Nú segir af boltasparki
- Komdu alltaf saddur í Búðardal (uppfært)
- Að sjálfsögðu á að fella þetta niður
- Atvinnubótaþegar !
- Bara plat eða hvað ?
- Hvar eru upphrópanirnar núna ?
- Send á Litla-Hraun
- Kjarkleysi sjávarútvegsráðherra !
Bloggvinir
- Anna Kristinsdóttir
- Ágúst Ásgeirsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Ársæll Níelsson
- Ásta Möller
- Baldur Smári Einarsson
- Birgir Ármannsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Borgar Þór Einarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja skordal
- Bwahahaha...
- Carl Jóhann Granz
- Dóra litla
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elliði Vignisson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gló Magnaða
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Gunnar Þórðarson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Helga Margrét Marzellíusardóttir
- Helgi Jónsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Jóhann Waage
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Katrín Dröfn Markúsdóttir
- Lilja Einarsdóttir
- Marta
- Morgunblaðið
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig Birgisdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Vefritid
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Örvar Már Marteinsson
- Örvar Þór Kristjánsson
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
2 dagar til jóla
Af mbl.is
Erlent
- Skotið á sama skólann þrisvar á árinu
- Undirritar bráðabirgðafjárlög eftir dramatíska viku
- Barnið sem lést var níu ára gamalt
- Tók þrjár mínútur að drepa fimm og særa 200
- Fimm látnir í Magdeburg
- Árásarmaðurinn sagður vera geðlæknir
- Áfram versnar staða Trudeau
- Barn lést í árásinni
- Scholz: Hugur minn er hjá fórnarlömbunum
- Hinn grunaði sagður vera frá Sádi-Arabíu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll félagi.
Nú þarf bara að fara að meina japönskum ekkjum að koma hingað til lands.
Þegar Yoko Ono kom þá sprakk meirihlutinn svo kemur Miyoko Watai ekkja Fishers og þá fer allt í háa loft aftur.
Áfram KFÍ
Björgvin Arnar Björgvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 12:57
Átt þú ekki að vera í vinnunni, ekki hanga í tölvunni og blogga um svona fréttir. Er kannski frí í engu í dag?
Iðjuleysingi...
Kaffihúsarotta (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 13:07
Þarna er nú sjálfstæðimönnum rétt líst hjá þér Ingólfur; blind hlýðni og ótti við yfirvald. Ef þinn flokkur gæti það án mikilla vandræða þá mundi hann væntanlega gera sitt besta til að banda mótmæli sem þessi. Hvar er nú lýðræðis og frelsishugsuninn hjá þér og þínum flokki?
Grétar Einarsson
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 24.1.2008 kl. 13:18
Fólk er alls ekki svona fljótt að gleyma. Fólk er heldur ekki fífl. Það er bara nákvæmlega EKKERT líkt með FORSENDUM þessara stjórnarskipta, sama hvað er vælt og grenjað um að Björn Ingi hafi nú gert þetta líka.
Og slakaðu nú aðeins á þessum fordómum út í 'kaffihúsaliðið', hefurðu aldrei heyrt um sveigjanlegan vinnutíma? Og má ég benda þér á að framhalds- og háskólanemendur á höfuðborgarsvæðinu eru á annan tug þúsunda, ekki eru þeir allir í tímum í hádeginu á fimmtudögum og þó nokkuð margir þeirra hafa skoðun á borgarmálum. Og þeir sem tilheyra 'félagsmálapakkanum' eins og þú orðar það svo smekklega, hafa líka skoðanir og fullan rétt til að láta þær í ljós.
Fyrir utan það, hvurn fjandann ert þú að básúna einhverjar misgáfulegar, fordómafullar fullyrðingar um hóp fólks Í Reykjavík, alla leiðina frá Ísafirði?! Þótt þetta hafi verið aðalaðferðin hans Davíðs við að fást við mótmælendur þá er nákvæmlega ekkert vitrænt í því sem þú ert að segja, eintómar upphrópanir í sorglegri tilraun til hótfyndni. Er virkilega stunduð svona sandkassa- og upphrópunarpólitík á Ísafirði?
Anna, 24.1.2008 kl. 13:21
Það unga fólk(og þeir eldri líka) sem mætti þarna í dag á mikið hrós skilið fyrir að hafa dug og þor til að standa upp gegn ósvinnu...loksins að koma fram kynslóð með meðvitund sem lætur ekki bjóða sér hvaða rugl sem er eins og undafarnar kynslóðir....meiri mótmæli segi ég, það er svo sanarlega af nógu að taka.
Georg P Sveinbjörnsson, 24.1.2008 kl. 14:02
Sammála Ingólfur!
Einar Örn (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 15:40
Anna: Vinsamlegast ekki flokka okkur öll hérna fyrir vestan með skoðunum hans Ingólfs, hann getur átt þær fyrir sjálfan sig :)
Ágúst G. Atlason (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 15:46
Sæl Anna.
Ég er nokkuð viss um að Ingólfur var ekki staddur í Ísafirði enda er hann lengst inn í Djúpi. Tel löngu tímabært að fólk læri muninn á Ísafirði (sem er inn í Djúpi) og Ísafjarðarbæ.
kv. Bryndís Ásta
Bryndís (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:48
Hver hleypti skildleikaræktuðu dreyfarapakki í tölvu? Þetta skoffín ætti frekar að skríða aftur ofan í fiskikarið sem það kom úr í stað þess að viðra "skoðanir" sínar á vinnutíma.
Þú verður að taka þátt í flóttanum frá landsbyggðinni áður en þú mátt tjá þig um þetta málefni.
Simbi (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:55
Anna: Eg get alveg skilið hann Ingólf. Hann er vanur svona vinnubrögðum hjá sjálfstæðisflokknum fyrir Vestan, þar er öllu stjórnað með hótunum um atvinnuleysi fyrir kosningar ef sjallarnir eru ekki kosnir, og fólkið, sem er komið með Íslenskan ríkisborgararétt og búið að koma sér fyrir þorir ekki öðru. Allt er þetta gert í skjóli nætur, því að þetta lið kemur hvergi fram í eigin persónu, en notar frekar saklausa drengi eins og Ingólf til að skrifa pisla og sendast með bréf.
bjarnidyrfjord (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:06
Hjálpi mér, af hverju eru sumir svona hissa þegar að Íslendinga loksins mótmæla? Það er ekkert nema frábært að hérna sé virkt lýðræði og mér finnst það viðkomandi bloggara til minnkunar að gera lítið úr því dugmikla fólki!
Ísleifur Egill Hjaltason, 24.1.2008 kl. 17:13
Ég var þarna á pöllunum að tjá skoðanir mínar á þessum skrípaleik. Ég vissi ekki að það teldist til að vera óþjóðalýður. Það er löng hefð fyrir mótmælum í flestum lýðræðisríkjum. Þú vilt kannski að það sé afnumið. Hvernig átti ég að láta álit mitt annars í ljós, með að sitja með vömbina á lærunum og falinn bak við tölvuskjá og láta sloruga fingurna tikka eitthvað rusl á skjáinn. Það er aumt golli að þú skulir telja það heilbrigða umræðu að kasta svona fram. Vertu bara góður.!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 18:08
Þú ert uppfullur af hroka og hleypidómum. Held að þú ættir að varast að dæma aðra, það sama getur komið fyrir þig og þína.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 24.1.2008 kl. 18:09
Ágúst: Ég veit að á Vestfjörðum er mikið af góðu fólki, enda hef ég verið með annan fótinn þar, bæði sunnan- og norðanmegin, frá fæðingu! Hins vegar slæðist alltaf svona 'upphrópunarfólk' með, hvar sem maður kemur.
Bryndís; ég tel mig þekkja landafræði Vestfjarða nokkuð vel og ætlaði Ingólfi ekki að hafa verið inni í Djúpi. Ef þú vilt get ég rakið fjarðaheitin í Djúpinu fyrir þig, afturábak og áfram! Annars veit ég ekki til þess að mínir ættingjar og vinir fyrir vestan geri mikinn greinarmun á þessu tvennu. Ekki heldur áætlunarflug eða rútuferðir, allir tala um Ísafjörð sem áfangastað, þegar átt er við Eyri við Skutulsfjörð og ég held að þú hafir vitað fullvel hvað átt var við!
Bjarni; það sem þú talar um er nákvæm birtingarmynd þess að vilja halda í völd umfram það að þjónusta borgarana sem sveitarstjórnarmenn eru þó kosnir til að gera. Hræðsluáróður og að gera alla hina verri. Afar ómerkileg pólitík það...
Guðmundur Hrafn: ég vildi að ég hefði verið þarna með þér en varð að láta nægja að fylgjast með beinni útsendingu.
Ég gef lítið fyrir þau ummæli stjórnmálamanna að þarna hafi farið fram truflun á störfum lýðræðislegra fulltrúa; við erum lýðurinn, okkar er lýðræðið og það hreinlega má ekki afskrifa atburði dagsins í Ráðhúsinu sem ungæðislegt upphlaup eins og stjórnmálamenn virðast vera að reyna að gera. Þeir sem styðja skrípóið í Ráðhúsinu geta haldið meðmæli á næsta fundi; mætt á pallana og þagað eins og steinar. Ég mun hins vegar mæta ef um frekari mótmæli verður að ræða.
Anna, 24.1.2008 kl. 19:45
Þessi skrif eru nú ekki mikið málefnalegri en mótmælin ... 'miðbæjarrottur' ... 'kaffihúsalið'. Mér finnst ekki mikil reisn né virðing fólgin í því að afgreiða stóran hóp fólks með þessum hætti.
Slagurinn verður bara harðari ef Sjálfstæðismenn ætla sér að fara út í svona málflutning. Fólk lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Sjálfstæðismenn hafa engan einkarétt á að tala niður til annarra og setja sig á háan hest ...
Kveðja frá Ísafjarðarættuðum Reykvíkingi, hvers afi var góður og gegn Sjálfstæðismaður - og skammaðist sín í ellinni fyrir því hvernig komið var fyrir hans gamla flokk.
Þarfagreinir, 24.1.2008 kl. 19:52
Mikið er nú gaman að fá viðbrögð við sínum skoðunum.
Eins og sást í fréttum RÚV rétt áðan þá eru þetta ungliðahreyfingar flokkanna sem standa og garga síg hás á pöllum ráðhússins. Þeir sem voru þarna og eru komnir til vits og ára höguðu sér vel. Það er ekkert nema ókurteisi að haga sér svona og trufla fund borgarstjórnar. Þið getið reynt eins og þið viljið að finna mun á þessum meirihluta skiptum og þeim sem fóru fram fyrir rúmum 100 dögum, hann er engin og það er mín skoðun á málinu. þetta er mín síða og þar set ég fram mínar skoðanir og engra annarra.
Að endingu vil ég upplýsa þá sem hafa haft áhyggjur af því að ég hafi skrópað í vinnunni þá var ég í mat, er nokkuð öruggur að það voru ekki allir í mat sem voru með lætin í dag.
Góðar stundir.
Ingólfur H Þorleifsson, 24.1.2008 kl. 20:06
Ég er ekki viss um það Ingólfur, að þú hafir efni á þessum ummælum:
"Á þetta lið ekki að vera að vinna, eða er félagsmálapakkinn í borginni mættur á áhorfendapallanna til að valda þessum ófrið. Heldur þetta fólk að það geti bara staðið og öskrað til að ná sínu fram. Held að þessar miðbæjarrottur ættu að koma sér upp úr kaffibollunum."
"Það er ekkert nema ókurteisi að haga sér svona og trufla fund borgarstjórnar. "
Það er nefnilega umtalað um allt land hvernig þú hagar þér á körfuboltaleikjum. Þar gilda líka ákveðnar reglur, en virðast sjaldnast henta þér.
Vissulega er þetta þín síða, og þar átt þú rétt á að koma þínum skoðunum á framfæri. Hinsvegar gerir þú þig sífellt sekann um svokallaða skítapótutík, þ.e. þú hagar þér eins og skítadreifari, ausandi fúkyrðum, svívirðingum og öðrum niðrandi ummælum um fólk sem sem betur fer hefur aðra sýn á samfélaginu en þú.
Sigurður Hreinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 20:34
Ég get alveg sagt þér Sigurður að ég hef fullt leyfi til að láta dómara vita af því ef ég er ekki ánægður með hans störf. KFÍ greiðir dómurum fyrir þeirra störf og þess vegna er ekkert óeðlilegt við það að formaður félagsins komi á framfæri mótmælum ef þeir eru ekki starfi sínu vaxnir. Hvernig þeir taka þessu svo get ég ekki ráðið um. Flestir eru í andlegu jafnvægi og hægt að tala við þá.
Hvað varðar skrif þín um að ég sé að ausa einhverju ósæmilegu yfir fólk þá vísa ég því til baka. Ég hef ekki verið að skrifa um einhverja einstaklinga annað en það sem þeir hafa átt skilið.
Hvað þig sjálfan varðar þá get ég bara ráðlagt þér að hætta að lesa þessa síðu ef hún fer svona fyrir brjóstið á þér. Það er engin að biðja þig að lesa það sem ég er að skrifa. þú getur örugglega fundið þér eitthvað betra að gera.
Ingólfur H Þorleifsson, 24.1.2008 kl. 21:17
Þetta voru ekki mótmæli í dag. Þetta var dónaskapur og þeim til skammar sem tóku þátt. Það er eitt að mótmæla en allt annað að trufla fund borgarstjórna þar sem kjörnir fulltrúar eru að reyna að sinna sínum störfum. Það er ljóst að myndun nýja meirihlutans er fullkomlega lýðræðisleg og ekkert um það að segja meira.
Ingólfur H Þorleifsson, 24.1.2008 kl. 21:35
Afsakaðu Ingólfur, auðvitað ert þú bara að mótmæla í nafni KFÍ þegar þú kallar dómarana blinda og heimska. Og vitanlega ertu í rétti fyrst að KFÍ borgar launin þeirra, enda vita allir að dómarar eiga að dæma fyrir heimaliðið.
Og fyrst að ég gerði svona ómaklega athugasemd við skrif þín ætla ég að koma hér með smá kafla úr einu bloggi þínu, og snúa því svo við, yfir á atburði síðustu daga:
"Bandalag um völd.Þessi meirihluti er fyrirfram dauðadæmdur þó ekki væri nema bara fyrir það að Björn Ingi Hrafnsson á aðild að honum. Hann hlýtur að vera aumasta sálartetrið á landinu í dag. Hann sá fram á að missa sín áhrif og alla fínu félagana og því ákvað hann að stinga af. Ég hélt satt best að segja að Svandís Svavarsdóttir stæði fyrir meira í pólitík en þetta. Hún lyftir upp pilsinu fyrir Bjössa litla um leið. Hvar eru prinsippin nú. Hún er búin að gagnrýna hann harðlega alveg frá kosningum.Svandís er kannski búin að gleyma því að Björn Ingi er aðal maðurinn í Orkuveitumálinu sem btw er það sama og hún er að fara með fyrir dómara á mánudag. Hverjir voru það sem töluðu um að embættum væri skipt áður en málefnasamningur lægi fyrir eftir síðustu kosningar. Hvað hefur breyst síðan þá? Það að hlusta á þetta vesældarlið í dag vekur hjá mér mikla ánægju með að búa ekki í Reykjavík. Valdagræðgin er að drepa þetta fólk, það kemur berlega í ljós þegar pólitíkusar eru tilbúnir að kasta frá sér sinni sannfæringu fyrir góða stóla, nefndar og stjórnarlaun og aðra bitlinga.Aumkunarverður Björn Ingi....."
Og hér kemur nýrri útgáfan:
Bandalag um völd.Þessi meirihluti er fyrirfram dauðadæmdur þó ekki væri nema bara fyrir það að Ólafur F. Magnússon á aðild að honum. Hann hlýtur að vera aumasta sálartetrið á landinu í dag. Hann sá fram á að missa sín áhrif og alla fínu félagana og því ákvað hann að stinga af. Ég hélt satt best að segja að Ungliðarnir í Sjálfstæðisflokknum stæðu fyrir meira í pólitík en þetta. Þeir girða niður og beygja sig fram, fyrir dr.Óla um leið. Hvar eru prinsippin nú. Þeir er búin að berjast fyrir flutningi flugvallarins frá kosningum.Dr.Óli er kannski búin að gleyma því að Vilhjálmur er sami maðurinn og heimilaði niðurrif húsanna á Laugarveginum. Hverjir voru það sem töluðu um að embættum væri skipt áður en málefnasamningur lægi fyrir eftir síðustu kosningar. Hvað hefur breyst síðan þá? Það að hlusta á þetta vesældarlið í dag vekur hjá mér mikla ánægju með að búa ekki í Reykjavík. Valdagræðgin er að drepa þetta fólk, það kemur berlega í ljós þegar pólitíkusar eru tilbúnir að kasta frá sér sinni sannfæringu fyrir góða stóla, nefndar og stjórnarlaun og aðra bitlinga. Aumkunarverðir sjálfstæðismenn.....Varðandi það að ég hafi einhvað þarfara að gera en að lesa bloggið þitt, þá er það alveg rétt. En hinsvegar er full þörf á að fylgjast með og gagnrína svona pennum eins og þig. Og ég get líka alveg ráðlagt þér Ingólfur minn, að ef þú þolir ekki að menn geri athugasemdir við skrif þín, þá ættir þú bara að sleppa því að blogga.
Sigurður Hreinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 22:10
"Ég get alveg sagt þér Sigurður að ég hef fullt leyfi til að láta dómara vita af því ef ég er ekki ánægður með hans störf." Kjósendur hafa líka fullt vald til að láta í sér heyra ef þeir eru ekki ánægðir með störf þeirra sem þeir kusu, það er ekki flóknara en það. Með svona hugsunarhætti á landið sér ekki neina framtíð, það er nokkuð ljóst, fólk sem nöldrar og tuðar útí horni og lætur hverja spillinguna á fætur annari og valdagræðgi viðgangast dæmir þetta yfir sig. Afhverju tók t.d. Villi ekki strax við sem borgarstjóri og síðan Ólafur ? jú ástæðan er peningagræðgi, hann fullnýtir biðlaunin fyrst sem fyrrverandi borgarstjóri og tekur svo aftur við og eftir það fær hann aftur biðlaun, maður verður eðlilega reiður þegar það er sukkað svona með peningana okkar. Og að þú sem berð þennann titil "Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélags í Ísafjarðarbæ" skulir láta svona útúr þér er þér til minnkunar.
Sævar Einarsson, 25.1.2008 kl. 10:18
Það er rétt hjá þér að þú hefur leyfi og fullan rétt til að láta í ljós skoðanir þínar, bara ekki eins og það var gert í gær. Lýðræðislega kosin borgarstjórn á að fá frið til að sinna sínum störfum. Svona skrílslæti eins og ungliðarnir stóðu fyrir í gær eiga aldrei rétt á sér. Þau skila engu og eru þeim sem þátt tóku til skammar.
Það sem ég set fram á minni síðu endurspeglar ekki skoðanir þeirra sem mynda fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ.
ÉG skrifa hér það sem mér finnst um menn og málefni og ekkert annað
Ingólfur H Þorleifsson, 25.1.2008 kl. 11:01
Þetta kallast mótmæli, fólki er misboðið, og að lýðræðislega kosin borgarstjórn með 7 kjörnum fulltrúum sem myndar meirihluta með einum kjörnum fulltrúa með pilsner fylgi ef ekki minna sem segir sig úr flokki og kallar sig óháðan en var kosinn inní borgina sem frjálslyndur finnst mér móðgun við lýðræðið. Og það sem þú setur fram á þinni síðu sem er opinberlegur miðill þá þarftu að axla ábyrgð á því sem þú segir, kannski það sé venjan hjá þessum flokki, að tala niður til fólks og verja sig svo með svona frösum eins og "ÉG skrifa hér það sem mér finnst um menn og málefni og ekkert annað". Sagt er að maður sé það sem maður borðar, ég segi: þú ert það sem þú skrifar, með vinsemd og virðingu :)
Sævar Einarsson, 25.1.2008 kl. 11:38
Það væri óskandi að blóðlitlir Íslendingar tækju Frakka sér til fyrirmyndar þegar ósvinnu er mótmælt og læri að mótmæla svo virkilega sé tekið eftir.
Georg P Sveinbjörnsson, 25.1.2008 kl. 19:02
Haldið þið Ósjálfstæðismenn, að við óþjóðalýðurinn, miðbæjarrotturnar, félagsmálapakkinn og allt það... séum vitlaus ? Það skín í gegnum allt heila bloggið að þið hafið fengið fyrirmæli um hvurskonar málflutning ber að viðhafa. Þið eruð allir eins ! Eruð með skítkast og gefið í skyn að mótmælunum hafi verið beint gegn heilsu Ólafs.... þegar þeim var í raun beint gegn valdníðslu sjálfstæðismanna. Þú ert alveg dæmigerður Ósjálfstæðismaður.
Anna Einarsdóttir, 26.1.2008 kl. 10:59
óþjóðalýður
þetta lið
félagsmálapakkinn
miðbæjarrottur
Kaffihúsalið......
þú ert aldeilis andlega heill... gott að svona mikilmenni einsog þú standa vörð um lýðræðið!
halkatla, 26.1.2008 kl. 17:10
Komið þið sæl, Ingólfur og aðrir skrifarar !
Anna Karen, spjallvinkona góð ! Tek heils hugar undir, með þér, sem fleirrum þarna. Ingólfur karlinn ætti að skammast sín, sem fleirri vestfirzkir frændur mínir, fyrir að ala önn, fyrir einhverjum mesta ódrætti, sem fjórðungurinn mæti hefir alið, sem er Einar Kr. Guðfinnsson, síðan þeir Þorvaldur og Snori Vatnsfirðingar voru á dögum uppi.
Einar Kr, Guðfinnsson ætti sannarlega skilið niðurhróp ungmenna þeirra, sem annarra, hver voru á fleti fyrir, í Ráðhúsi Reykvízkra, á dögunum.
Ingólfur ! Opna þú augun maður; fyrir, hversu komið er sjávarútvegi okkar, umhverfis land allt. Þið Sjálfstæðismenn, sem svo viljið kallast, ættuð að sótthreinsa frjálshyggju angurgapana, úr flokki ykkar, svo trúverðugir mættuð teljast, þaðan í frá, að nokkru !
Okkur þjóðernissinnum blöskrar, hversu komið er, á gamla góða Fróni !
Með ærið blendnum kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.