22.1.2008 | 08:28
Til hvers er Margrét Sverrisdóttir í stjórnmálum.
Nú þegar Frjálslyndir eru komnir til valda í borginni og búnir að koma sínum baráttumálum í forgang þá er Margrét hætt að styðja borgarfulltrúann. Fólk kaus Frjálslyndaflokkinn væntanlega vegna málefnastöðu þeirra, og þess vegna er Margrét varaborgarfulltrúi. Allflestir sem ég þekki sem eru í pólitík eru þar til að hafa áhrif, en ekki Margrét Sverrisdóttir.
Allt tal um að Ólafur hafi ekkert bakland er hlægilegt. Formaður Frjálslyndaflokksins hefur lýst yfir stuðningi við hann. Félag ungra Frjálslyndra hefur gert það einnig, og framboðslisti þeirra að undanskildum Margréti og Guðrúnu Ásmundsdóttur. Kjósendur Frjálslyndra vilja vafalaust sjá þau baráttumál sem sett voru fram í kosningunum vorið 2006 verða að veruleika og styðja því sinn mann.
Margrét Sverrisdóttir er greinilega ekki í takt við þá sem kusu hana vorið 2006 og þess vegna er hún að verða utanveltu í sinni sannfæringu, en að sjálfsögðu er það hennar val.
Umboðslaus varaborgarfulltrúi......
Viðræður að frumkvæði Kjartans Magnússonar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Má ég minna þig á að Margrét er ekki í Frjálslynda flokknum,hún er í 'Islandshreyfingunni.
MbkSigurður Pálsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 08:33
Ég veit ekki til að Ólafur F. Magnússon sé flokksbundinn í Frjálslyndaflokknum, þó hann sé með þann staf í miðnafni. Getur þú frætt okkur um annað?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 08:48
Ég veit að þið sjálfstæðismenn vilja hafa Margréti í stjórnmálum til þess að nota hana. Það er algjör óþarfi að hafa hana með í ráðum. Finnst einhverjum skrítið að hún styðji þetta ekki?? Algjörlega farið á bak við hana og hún veit ekki neitt. Ég trúi því ekki að hún muni skipta um skoðun. Hún er engin "hóra" eins og sumir.
Þetta verður fróðlegt
Gló Magnaða, 22.1.2008 kl. 10:14
Hún er furðuleg þessi TÍK. Nú getur Margrét Sverris ekki stutt Ólaf vegna þess að hún vissi ekki hlutina nægilega snemma og er á móti þessum vinnubrögðum. Ef ég man rétt þá sat Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi B listans á Fundi með sjálfstæðismönnum í Höfða um fjárhagsáætlun Reykjavíkur meðan Margrét og félagar sátu í reykfylltu bakherbergi og sömdu við BINGA.
Ég er svo einfaldur að ég sé ekki muninn á kúk og skít í þessu tilfelli. Eina sem breyttist er hver er með hvaða hlutverk.
Kv jói ó
Jóhann Ólafson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 14:27
Þetta er svo sannarlega merkileg atburðarás þarna í borgarstjórn RVK. Nú virðast sumir ætla að Samfylking vilji slíta stjórnarsamstarfinu í kjölfar þessa hliðarskrefs sem Ólafur F. tók í gær (http://eyjan.is/helgavala/).
Hvers vegna átti Sjálfstæðisflokkur ekki að gera það sama þegar það var Björn Ingi í þessu hlutverki í haust?
Ætli báðir (Björn Ingi og Ólafur F.) hafi ekki verið að hugsa um það helst hvernig þeir næðu sem mest af sínum málefnum í gegn, þegar þeir tóku ákvörðun um að ganga til samstarfs við nýjan flokk/flokka í borgarstjórn? Mér þætti óeðlilegt ef stjórnmálamenn væru ekki með hugann við það og berðust fyrir því með oddi og egg að ná árangri og ljúka sem flestum af þeim málum sem þeir standa fyrir eða hafa gefið loforð um fyrir kosningar. Slíkt er einmitt mun auðveldara í meirihlutasamstarfi og báðir töldu sér betur skipað til borðs eftir hrókeringu og þannig stendur þetta bara. Þýðir ekkert að væla endalaust yfir þessu eða telja að þarna hafi verið einhverjir ógurlega merkilegir atburðir að gerast sem breyta muni skilningi okkar á stjórnmálum um ókomna tíð.
Helgi Kr. Sigmundsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 16:41
Án þess að ég ætli að fara að skipta mér mikið af borgarpólítíkinni, þá er þetta alveg ótrúleg atburðarrás. Fyrst fannst Bingi ekki og skreið upp í með andstæðingunum með tár á kinnum og lét engan vita af sér !! En núna er þetta mál með Ólafi þannig gert að hann sé algjör Júdas sem er að þessu eingöngu til þess að fá "stólinn"
Nei ég er ekki á því. Ólafur sá tækifæri til þess að koma málefni sín og sinna kjósenda á kortið og í framkvæmd og þetta var gott útspil hjá honum. Það þarf ansi mikið að ganga á til þess að ég kokgleypi öllu því sem Margrét og co hendir fram. Og það að minnanst á að ef maðurðinn veikist eða skreppur á WC þá komi kórinn aftur til valda. Einmitt.
Það sem stendur upp úr á mínu mati er að sjálfstæðisflokkurinn stóð uppi með umboðið eftir síðustu kosningar og var komin góður skriður á málefni borgarinnar þegar Villi mistígur sig. Hann klárlega gerði vitleysu, en er búinn að viðurkenna það. En á meðan hann kemur svona hreint fram þá getur Bingi ekki viðurkennt að hafa farið illa með fé úr sjóði framsóknarmanna til að líta vel út á myndum.
Helst hefði ég persónulega viljað sjá sjálfstæðisflokkinn og samfylkinguna saman við stjórn í borginni. En það eru auðvitað draumórar.
Kv.Gaui.Þ
Gaui.Þ (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.