Tapsár íþróttafrömuður.

Hermann Níelsson Harðarpúki ritar grein á bb.is í dag þar sem hann setur út á íþrótta og tómstundanefnd og val hennar á íþróttamanni ársins. Hermann er greinilega tapsár með eindæmum og kýs að deila því með lesendum bb.is. Vegna þess að hans skjólstæðingur varð ekki fyrir valinu þá eru bara þeir sem koma að valinu heilagar kýr, aumingjar og dúkkur upp á punt. Ég er ekki frá því að lesa megi kvenfyrirlitningu út úr svona skrifum.

Hann hefur ekki trú á því fólki sem kemur að þessu vali og talar um að fólk úr íþróttahreyfingunni hafi gert þetta áður. Þar á hann væntanlega við þá þriggja manna nefnd sem sá um að velja íþróttamann ársins hér áður fyrr.

Þetta er annað árið sem þessi aðferð er viðhöfð við val á íþróttamanni ársins og er hún fullkomlega eðlileg. Þær konur sem komu að valinu eru fullkomlega hæfar til að vega og meta hvernig þeir sem eru tilnefndir hafa staðið sig, og þá ekki aðeins á íþróttavellinum heldur almennt.

Í þetta skiptið var full sátt innan nefndarinnar um valið. Hermann hefur sjálfur kosið að setja fram ímyndaðar ástæður fyrir því að hans maður var ekki valinn. Ég sé að vísu ekki tilganginn með að upplýsa fólk um einhverjar drykkjusögur en það er hans mál.

Hermann sér heldur ekki ástæðu til að óska þeim aðila sem varð fyrir valinu til hamingju.         Sólveig Guðmundsdóttir er glæsilegur fulltrúi Ísafjarðarbæjar, sexfaldur íslandsmeistari og ein besta gönguskíðakona landsins.

Það er miður þegar maður eins og Hermann Níelsson, sem er einn af helstu forystumönnum í íþróttastarfi í Ísafjarðarbæ kýs að fara niður á þetta plan þó að hann hafi ekki borið sigur úr bítum í þetta skiptið. Hermann veit það vafalaust manna best að það þarf líka að kunna að tapa í íþróttum ekki síður en að vinna.

Óréttlát gagnrýni.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

málið er það nú bara að fólkið í nefndinni sagði ég væri mjög slæm fyrirmynd barna vegna þess að ég gengi berserksgang um bæinn og lemdi alla sem fyrir mér væru.

og það er Það eina sem Hermann ætlaði að koma á hreint.

Þó svo að margt hefði betur mátt fara í greininni.

þetta beinist alls ekki að neinum hætti að kjörinni Íþróttakonu ársins Sólveigu Guðmundu. Hún er vel að titlinum komin og óska ég henni til hamingju.

það koma fleiri tilnefningar!

En það eina sem þessi grein átti að gera var að stoppa þessar kjaftasögur sem auðvitað ég er mjög ósáttur með að dómnefndin grípi á lofti og útiloki mig þar með!! og væri hver annar Íþróttamaður óánægður með það.

En ég er ekki tapsár og þegar ég tapa þá geri ég það reisn og virði andstæðinga mína.

En það er alveg satt hjá Hermanni að þessir menn sem eru í forsvari Íþrótta (Þá nefni ég enga sérstaka þó sumir standi uppúr í leti sinni við að sinna þeim hér í bæ). séu ekki að standa sig. til fá hlutina gerða þarf svoleiðis að ganga á eftir þeim í lengri tíma. það er alveg ljóst að svona lagað viðgengst ekki!!!

Virðingarfyllst Stígur Berg Sophusson

Stígur Berg Sophusson (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 22:23

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Stígur.

Mér er fullkunnugt um afrek þín í glímunni, enda er ég ekki að skrifa um þig heldur greinina sem Hermann skrifaði. Ég tel ekki að hún sé neinum til framdráttar og þess vegna set ég þetta blog inn. Ég efast ekki um að þú tapar með reisn og virðir þína andstæðinga, Hermann getur þá lært af þér eins og þú af honum.

Það getur vel verið að það sé margt hægt að gera betur í starfi íþróttanna í Ísafjarðarbæ. Held nú samt að allflestir sem koma að því starfi séu að gera sitt besta.

Gangi þér svo allt í haginn í glímunni á næstu árum.

Ingólfur H Þorleifsson, 11.1.2008 kl. 07:39

3 identicon

eins og greinin þín gefur til kynna með heiti sínu "tapsár íþróttafrömuður" þá held ég að þú misskiljir greinina hjá Hermanni.

Þó ég geti alveg séð af hverju, því hún er ekki nógu hnitmiðuð, hún átti að vera til að leiðrétta misskilning eingöngu.

Stígur Berg Sophusson (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 11:24

4 Smámynd: Gló Magnaða

Það borgar sig alltaf að láta eina blóðnótt líða áður en menn fara fram á vígvöllinn.

Gló Magnaða, 11.1.2008 kl. 14:04

5 identicon

Tápsár hefur aldrei verið neikvætt orð í minni orðabók. Auðvitað er Sólveg vel að titlinum komin en Hermann hefur þrátt fyrir það helling til sín máls.

 Persónulega finnst mér alltof ungt í þessu kjöri.. Lámark að vera orðinn 18!

Bondokk (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 15:07

6 identicon

með þessum ummælum ertu óbeint að segja að maður sé verri íþróttamaður ef maður er yngri en 18 ára.

Hákon D. (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 16:34

7 identicon

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar  Þar sem ég hafði nú ekkert merkilegt að gera í dag langar mig til að taka þátt í umræðunni hérna.  Ingólfur hefur nú þegar sett út á karlrembuna og kvennfyrirlitninguna í Hermanni og þarf nú ekki að ræða meir um það.  Hermann nefnir að Stígur hafi verið valinn efnilegasti glímumaðurinn 2007 og er það vel. Ég kíkti á afrekaskrána hans sem fylgdi valinu (er hérna fyrir neðann) og þar sé ég fullt af góðum afrekum en ég sé hvergi einhverja Íslandsmeistaratitla meðan til dæmis Sólveig er með 6stk.  Hermann segir einnig :"Lokaorð
Eins og fram kom í greininni var Stígur eini íþróttamaðurinn sem keppti á alþjóðlegu móti og ekki nóg með það heldur leiddi landslið Íslands í sveitaglímu til sigurs í mótinu sem fyrirliði og með fullt hús vinninga. Hann var einnig eini íþróttamaðurinn sem sérsamband íþróttagreinar innan ÍSÍ valdi sem efnilegasta íþróttamann sinnar greinar á Íslandi. Það er verðugur titill. "Ég verð bara að segja að ég finn þetta ekki undir afrekum Stígs en kannski átti þetta bara að vera fyrirliði Harðar á Icelandair open.  Þegar við berum þessi tvö saman þá held að það sé allveg á hreinu að Sólveig hefur vinninginn fram yfir Stíg.Ég held að Hermann ætti nú að biðjast afsökunar á sínum skrifum og viðurkenna að hafa farið yfir strikið og vera meiri maður fyrir vikið.  Hann verður að átta sig á því að hann er  fyrimynd þessara krakka og þau greinilega líta upp til hans og trúa öllu sem hann segir sem sést best á skrifum Stígs sem reynir að verja lærimeistara sinn en um leið sýnir hann mikla fyrilitningu í garð þeirra sem að Íþróttamálum standa í Ísafjarðarbæ og er það miður að svona GUTTI eins og Stígur telji sig hafa einhvern rétt til að hrauna yfir starfsmenn Ísafjarðarbæjar og kalla þá letiblóð. Að bera virðingu fyrir náunganum hefur alltaf skilað meiru heldur en hroki.  Ráð til þín Stígur: haltu áfram að æfa eins vel og þú hefur greinilega gert en myndaðu þér þínar eigin skoðanir líka, það er ekki allt sannleikur sem vellur upp úr þinni fyrirmynd honum Hermanni.  Kveðja Birgir Örn Afrek Sólveigar
Sólveig hefur æft skíðagöngu hjá Skíðafélagi Ísfirðinga í 8 ár. Hún er ein efnilegasta skíðagöngukona landsins og er í Unglingalandsliðshópi Íslands í skíðagöngu. Sólveig náði frábærum árangri á árinu 2007, hún landaði sex Íslandsmeistaratitlum og er auk þess tvöfaldur bikarmeistari. Hún er í stöðugri framför og á bjarta framtíð fyrir sér í skíðagönguheiminum. Sólveig er dugleg og fylgin sér og leggur sig ávallt 100% fram á æfingum og í keppnum. Hennar ástundun er óaðfinnanleg. Sólveig er reglumanneskja á áfengi á tóbak og er frábær fyrirmynd hvar sem hún kemur. Afrek Stígs 3. sæti í 2. umferð í Meistaramóti Íslands í unglingaflokki
6. sæti í 2. umferð í Meistaramóti Íslands í opnum flokki
Sveitaglíma Íslands 2. umferð 4/4 á móti HSK
Sveitaglíma Íslands 2. umferð 1/4 á móti UÍA/HSÞ
2. sæti í 3. umferð í Meistaramóti Íslands í unglinga flokki
2. sæti í 3. umferð í Meistaramóti Íslands í +90 kg flokki
Sveitaglíma Íslands 3. umferð 2,5/4 á móti UÍA/HSÞ
2. sæti í unglingaflokki í Meistaramóti Íslands og í 3. sæti í +90 flokki í Meistaramóti Íslands
Íslandsglíman 7. sæti
Vestfirðingabeltið 1. sæti
2. sæti í 1. umferð í Meistaramóti Íslands í +90 kg flokki
1. sæti í 1. umferð í Meistaramóti Íslands í +80 kg flokki unglinga
Fyrirliði Harðar í Icelandair Open og með fullt hús vinninga

Birgir Örn (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 19:50

8 identicon

Ég er alveg hættur að skilja þessa vitleysu. Hvernig getur Hermann Níelsson tekið einn einstakling og hampað svona mikið á kostnað annarra. Það sem gleymist er að það eru fleiri sem eru útnefndir sem fulltrúar annara íþróttagreina og hvergi er minnst á þá. Enda lítur út fyrir að þessa veisla hafi einungis verið í nokkrar mínútur og til þess eins að láta rangan aðila fá blóm og skjal. Það er alveg lágmark að koma með kveðjur til hinna sem eru einnig verðugir fulltrúar íþrótta í Ísafjarðarbæ, eða að lágmarki að óska Sólveigu G. Guðmundssdóttur til hamingju.

Ég hef séð margt og einnig hefur mér fipast og sett út á það sem mér hefur finnst miður fara, en ég hef þó séð af þér og beðist afökunnar þegar það hefur átt við. En ég hef aldrei hampað einum á kostnað annarra.

Við sem erum á kafi í félags og íþróttamálum vitum að brottfall er versti óvinurinn. Krakkar flosna upp og leita oft á brautir sem eru ekki æskilegar. Það er því frábært að eiga krakka sem hægt er að setja sem fyrirmyndir og Sólveig er verðugur fulltrúi, rétt eins og aðrir sem kosnir hafi verið í gegn um tíðina.

Ég vona að Hermann sjái að sér og Stígur einnig. Það hefur aldrei reynst gott að gera lítið úr öðrum og ætlast til á sama tíma að láta taka sig alvarlega sem kennara eða afreksmann.

Kv.

Gaui.Þ

Gaui.Þ (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 14:02

9 identicon

Guðjón minn...

ég átti nú samtal við þig um daginn þannig að þú ættir að vita betur.

ég er búinn að koma afsökun þangað sem hún á heima.

ég vildi ekki láta greinina á bb.

ég reyndi að koma henni af bb.

hvað meira get ég gert?

Stígur Berg (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 20:16

10 identicon

Stígur minn.

Ég get ekki skilið hvernig að þjálfari þinn getur sett fram grein með þínu samþykki þegar hún er ekki rétt. Hann getur látið taka grenina út og þá sérstaklega ef að þú ferð fram á það við hann !! Ég gef lítið fyrir það ef að það kemur í ljós að Hermann vill ekki verða við þinni beiðni. 

Síðan er annað sem þú getur gert og það er að láta birta leiðréttingu á greinina 

Kv.

Gaui.Þ 

Gaui.Þ (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband