29.12.2007 | 21:37
Í dúndurfréttum er þetta helst.
Brá undir mig betri fætinum í gær og fór á tónleika Dúndurfrétta í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Það er engu logið að þessi hljómsveit er hreint út sagt frábær. Gömul meistaraverk með Led Zeppelin, Deep Purple, Uriah Heep og Pink Floyd glöddu mig og vafalaust alla sem á hlýddu.
Pétur"Plant" Guðmundsson var frábær og ótrúleg rödd hans lét mann halda að sjálfur Robert Plant væri mættur á svæðið. Matti Pabi er líka frábær söngvari og sýndi einnig að hann er ágætis gítarleikari. Borgfirski gítarleikari sveitarinnar er stórgóður og hans vegna mun maður hugsa um Dúndurfréttir í framtíðinni þegar maður ekur í gegn um Borganes.
Trommarinn er sjálfur Ólafur Holm trommari Ný danskrar og hann er sko engin byrjandi í faginu. Bassaleikarann þekkti ég ekki en hann lifði sig svo sannarlega inn í jobbið og gerði það vel. Þetta band er klárlega besta coverbandið í dag og vonandi að þeir haldi þessu áfram. Það ber að þakka þeim sem stóðu fyrir þessum stórgóðu tónleikum. frábær kvöldstund og hverrar krónu virði.
*****......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.