19.12.2007 | 19:20
Nýtt starf--vandi á höndum.
Á morgun mun ég í fyrsta skipti ganga í lið með þeim grýlusonum sem eru á fullu þessa dagana. Þannig er mál með vexti að þeir sem hafa séð um að aðstoða þá sveina hér á Suðureyri eru báðir staddir erlendis og á morgun eru litlu jólin á leikskólanum Tjarnarbæ. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að halda jólaball án þess að fá þá sveina í heimsókn í smá stund til að ganga í kringum jólatréð með börnunum.
Þetta verður án efa gaman, en það er eitt sem verður vafalaust smá vandamál. Þorleifur sonur minn verður á staðnum ásamt bekkjarsystkinum sínum sem gestir á jólaballinu, en þau eru í fyrsta bekk grunnskóla og því ný útskrifuð af Tjarnarbæ. Nú verður kallinn að vinna leiksigur til að hið stóra leyndarmál verði ekki upplýst.
Hó Hó Hó......
Athugasemdir
Þá er bara að fara í annan karakter en pabbahlutverkið.. Gott er að vera skrækur. Nema þú sért það dags daglega. Þá er gott að vera dimmraddaður.. Gangi þér vel og eins gott að börnin séu ekki að lesa blogg fullorðna fólksins.
Guðrún (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 19:50
Þú ert nú hálfgerður jólasveinn
Karl Jónsson, 21.12.2007 kl. 07:44
Góða skemmtun, Þú leggur þetta kannski fyrir þig
Gleðileg jól
Gló Magnaða, 21.12.2007 kl. 11:40
Var nú ekki hægt að finna betri jólasvein?
bjarni kjartansson (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.