14.12.2007 | 19:54
Það var mikið að einhver stöðvaði blaðrið í VG.
Sturla Böðvarsson á heiður skilinn fyrir að ná að binda enda á það málþóf sem VG liðar hafa ástundað undanfarin ár. Sturla er öflugur í því sem hann tekur sér fyrir hendur og vinnur vel í þeim málum sem hann kemur að. Það er á hreinu að alþingi verður mun betri vinnustaður í framtíðinni fyrir vikið. Það er nú komin endanleg sönnun á því að Vinstri grænir geta ekki unnið með neinum. Það að restin af stjórnarandstöðunni sé sammála meirihlutanum í þessu máli sýnir að þetta er mikið framfaramál.
Þetta verður vafalaust til að mynda bil á milli flokkanna í stjórnarandstöðunni. Það var vitað frá því fyrir kosningar að Guðni Águstsson og Steingrímur J Sigfússon yrðu ekki öflugt par í andstöðu. Það er ekki að sjá að á milli þeirra ríki gagnkvæmur trúnaður. Það er kannski ekkert skrítið eftir útreiðina sem Framsókn fékk hjá Steingrími í vor. Það verður gaman að fylgjast með störfum alþingis eftir að jólaleyfi þingmanna lýkur.
Burt með blaðurskjóðurnar......
Þingskapafrumvarp orðið að lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig er það Ingólfur litli, hefurðu ekki verki með þessari vitleysu í þér? Áttarðu þig ekki á fasismatilhneygingunni sem fólginn er í þessum haltukjaftilögum sem þú ert að róma hér fyrir ofan? Ég er hanviss um að það væri heldur betur annað hljóð í strokknum á þér ef VG hefði lagt þetta fína frumvarp fram. Ég tala nú ekki um ef VG væri í stjórn en Sjálfstæðisflokkurinn þinn í stjórnarandstöðu.
Jóhannes Ragnarsson, 14.12.2007 kl. 22:26
Ekki veit ég hvort þú ert stór eða lítill Jóhannes minn. Ætli ég sé ekki bara meðalmaður. En varðandi þessi nýju þingsköp þá veit ég ekki hvað við þau fer svona illa í þig því meira að segja flokkaflækingarnir þínir í Frjálslindaflokknum eru sáttir við þau. Tilgangurinn er að færa þingstörfin inn í 21 öldina. Tími margra klukkustunda innihaldslausra ræðuhalda er liðinn sem betur fer.
Ingólfur H Þorleifsson, 15.12.2007 kl. 08:00
Gaman að fylgjast með hvað þú getur hrært upp í mannskapnum. Ég er nú yfirleitt ekki sammála þér það er alltaf gaman að líta við hjá þér
Gummi Sig (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.