10.12.2007 | 14:42
Er fólk ekki alveg í lagi?
Maður spyr sig að því hvað sé að þegar börn mega varla hreyfa sig lengur án þess að vera talin ofvirk, með athyglisbrest, þroskafrávik og ég veit ekki hvað og hvað. Hvað getur hafa breyst svona mikið á nokkrum árum eða áratugum að það þurfi að dæla Rítalíni í börn til að róa þau niður. Hvað er eðlilegra en fjörug og ærslafull börn að leika sér. Getur verið að annríki foreldranna sé ástæðan fyrir þessu.
Hefur fólk ekki lengur tíma til að vera með börnunum sínum og ala þau upp. Vissulega eru dæmi um að börn þurfa hjálp við ofantöldum atriðum og ég þekki dæmi um bæði. en ég held að þetta sé orðið tómt rugl allar þessar greiningar á undanförnum árum. Börn eiga að vera fjörug og lifandi, en ekki sljó af ólyfjan. Það þarf bara að láta börn fá útrás t.d. í íþróttum.
Verjum meiri tíma með börnunum okkar.....
Rítalín algengara hér en í nágrannalöndunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég leyfi mér að halda það já að sumar greiningar séu hæppnar. Eins og ég tek fram þá er það vissilega ekki alltaf svoleiðis. Ég er ekki að fara fram á að fólk komi með börn til mín í greiningu, ef þú lest fleiri blog um þessa frétt þá er þar faðir að skrifa um sína reynslu af greiningum og aðferðum til úrbóta. Mjög athyglisverð frásögn.
Ingólfur H Þorleifsson, 10.12.2007 kl. 15:53
Já, það er undarlegt hvað sumir virðast vita betur en sérfræðingarnir. Fólk virðist alhæfa um það að það sé almennt foreldrunum að kenna að börnin séu ofvirk en það er ekkert nema tóm vitleysa. Það er t.d áhugavert að sjá hvernig ofvirkni/athyglisbrestur virðist oftar en ekki ganga í ættir.
Það sem margir virðast gleyma er að lyfjagjöf snýst ekki (eða á það allavega ekki) um að gera foreldrunum lífið léttara heldur einstaklingnum sem er háður af ADHD. Lyfjagjöf getur reynst það eina sem kemur manni niður á fæturnar og hjálpað manni að koma stjórn á ofvirkni og athyglisbrest og á lífið yfir höfuð því þetta háir fólki meira en margir átta sig á, en þó auðvitað mismikið.
Þeir sem hafa enga reynslu af einstaklingum sem virkilega eru ADD/ADHD geta talað endalaust út í loftið því þeir munu sennilega aldrei geta skilið þá, né hvað þeir þurfa að takast á við því þetta er prentað í erfðakóða okkar og því okkur óumflýjanlegt.
Kv einn adhd :)
Steinar (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 16:01
Þetta er nákvæmlega eins og var með lesblinduna... Allt í einu voru nánast annar hver maður lesblindur og voru líka felandi sig bakvið hana við hvert tækifæri.
Ekki að ég sé að segja að ofvirkir krakkar geri það, en ég held að margir foreldrar geri það. Hversu mörg börn voru þá ofvirk þegar ég var lítill spyr ég nú bara og hversu stór hópur af þeim þroskaðist upp úr því? (þá meina ég að einkenni ofvirkni hafi horfið með tímanum, ekki að þetta sé bara barnaskapur)
En minn punktur með lesblinduna er... Það eru til örlítið lesblint fólk og svo svakalega lesblint fólk... Ef lyf gætu haldið lesblindu niðri (með miklum aukaverkunum) þá efast ég um það væri notað á þann herskara fólks sem var greint lesblint, heldur eingöngu yfir ákveðnum mörkum, en hér virðist rítalín verið notað við minnstu greiningu á ofvirkni. Ég vil þó benda á að ég veit vel um erfiði fjölskyldna sem glíma við ofvirka krakka, og ég er ekki að tala um þá, heldur vægari tilfelli, og jafnvel tilfelli sem er hefði á gamla mátann kallast "frekja", það er allt að byrja að verða greint ofvirkni...
En þetta er svo sem eins og gengur og gerist í þessum lyfjasjúka heimi í dag. Börn mega varla orðið sjúga upp í nefið, þá eru þau komin á pensilín, sem er náttúrulega alveg út í hött!
ViceRoy, 10.12.2007 kl. 18:48
Já ég er alveg sammála því að ADHD sé mjög svipað lesblindu að mörgu leyti, voru t.d. krakkar í gamla daga sem hefðu verið greind lesblind, ekki bara afgreidd sem heimsk, ókennandi og fengu þann stimpil að það myndi líklegast aldrei verða mikið úr þeim? Síðan þá hafa ýmis úrræði komið fram líkt og Davies kerfið sem gerir mörgum börnum klefit að halda í við hina, sem og sérþjónusta líkt og að fá lengri tima í prófum. Það er margt mjög svipað gert fyrir krakka með ADHD í dag, t.d. og að hafa umhverfið sem minnst truflandi eða hafa ákveðinn hátt á að koma skilaboðum til þeirra á sem skýrasta háttinn
Þetta er mjög svipað og krakkar með ADHD í "eldri daga" nema hvað þá voru þau kölluð, löt, heimsk og óferjandi. Krakkar sem alast upp við þessi skilaboð eru skal ég segja þér ekki líkleg til að hafa góða og sterka sjálfsmynd eftir að hafa heyrt þetta og annað svipað og verra gegnum skólagöngu sína.
Gunnar (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 20:08
Ég vil ekki útiloka að fólk sé ofgreint með AMO/ADHD. Aftur á móti vil ég ítreka að rítalín og önnur sambærileg lyf geta verið geysilega gagnleg, sérstaklega þegar þau eru gefin meðfram atferlismeðferð eða annarri sálfræðimeðferð. AMO/ADHD snýst ekki bara um að hreyfa sig (of) mikið, heldur snýst röskunin aðallega um hömluleysi og einbeitingarleysi, nokkuð sem getur gert þessu fólki lífið mjög erfitt ef ekki er tekið á því.
Heiða María Sigurðardóttir, 10.12.2007 kl. 22:27
Svo vil ég bæta við að það er yfirleitt EKKERT við foreldra að sakast í þessum efnum, enda er erfðaþátturinn í AMO mjög sterkur. Það getur verið mjög erfitt og stressandi að vera foreldri AMO-barns, svo fólk ætti að passa sig að bæta ekki gráu ofan á svart með því að kenna foreldrum um erfiðleika barnanna.
Heiða María Sigurðardóttir, 10.12.2007 kl. 22:34
Við erum bara fé í réttunum. Við eigum öll að vera eins. Það má enginn vera öðruvísi.
Er það ekki það sem málið snýst um?
Baldur Páll (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.