6.12.2007 | 16:41
Þetta landsbyggðarpakk getur étið það sem úti frís.
Það færist í vöxt að verslanir á höfuðborgarsvæðinu sendi ekki í póstkröfu út á land. Toys"R"us er nýjasta dæmið. Áður vissi ég að verslunin Zara sendir ekki út á land og tekur ekki á móti símgreiðslum. Hverskonar vinnubrögð eru þetta eiginlega. Erum við sem búum úti á landi ekki nógu góðir kúnnar. Er verslunarfólk á höfuðborgarsvæðinu orðið svona tímabundið í vinnunni að það getur ekki veitt þjónustu nema að maður standi fyrir framan það með seðlana.
Hvers vegna í fjandanaum eru verslanir að senda manni auglýsingapésa með alskyns gylliboðum ef ekki er möguleiki á að notfæra sér það. Þetta eru skýr skilaboð til okkar sem viljum ekki búa í borgríkinu. Það er nokkuð ljóst að ég stíg ekki fæti inn í þetta musteri leikfanganna í framtíðinni, hvorki til að versla né skoða. Svona kaupmennska segir manni ýmislegt um þá sem ráða þar ríkjum.
Hvet fólk til að sniðganga þá sem ástunda svona vinnubrögð.
Þetta er mismunun á hæsta stigi.....
Athugasemdir
Mæl þú manna heilastur. Við skulum standa með þeim í að byggja hraðbraut fram hjá Reykjavík svo það sé minna mál fyrir okkur að aka til Keflavíkur... úr því að sjoppan er með úttlenskt nafn munar ekkert um að fara bara og versla þetta beint að utan.
Björn Davíðsson, 6.12.2007 kl. 16:59
Já þetta er ekkert djók og listinn er lengri. Dóttir mín ætlaði að panta sér buxur hjá versluninni Spútnik á Laugavegi og svarið var: Því miður sendum ekki út á land. Eigum bara að fara í Jón og Gunnu og versla þar og efla heldur verslun í heimabyggð en púkka uppá soddan servis.
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 18:13
Ég hef orðið var við að gestir sem koma hér vestur tala um að verslanir hér séu í heimsklassa. Við erum heppin. Maður hefur heyrt að sérverslanir í bæjum nálægt höfuðborginni eins og t.d. Akranesi hafi lagt upp laupana og þar sé ekki um auðugan garð að gresja lengur. Við þurfum að passa okkur.
Leitum ekki langt yfir skammt. Verslum í heimabyggð!
Gló Magnaða, 7.12.2007 kl. 09:13
Já algjörlega Gló Magnaða, auðvita eigum við að reyna að styðja okkar heimafólk ef við getum.
Hitt er annað mál að það er enginn leikfangaverslun í bænum, þannig að það væri mjög þæginlegt að geta pantað frá Reykjavík.. sérstaklega þar sem að bæklingar eru sendir í heimahús og börnin öruglega búin að stútera hann inn og út. Þá er frekar fúlt að það sé ekki séns að fá neitt úr þeim lista. Það er verið að veifa gulrót fyrir framan börnin.. til hvers? Eru þau bara að reyna að pirra foreldrana? ;)
Marta, 7.12.2007 kl. 19:42
Þau í Birki eru komin með fullt af dóti. Ef það sem ykkur vantar er ekki til þar, þá gerðum við mæðgur mikla vörutalningu í öllum þessum dótabúðum á Höfuðborgarsvæðinu og ódýrast var í Hagkaup og einnig var Hagkaup með meira vöruúrval en þessi búð sem ekki hefur áhuga á viðskiptum við landsbyggðarfólk.
Kv. Bryndís
Bryndís Ásta Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.