28.11.2007 | 22:08
Frábært fótboltakvöld.
Það er stuð á þeim liðum sem ég hef mest dálæti á. Liverpool vann Porto 4-1 í kvöld og galopnaði riðilinn í meistaradeildinni. Það voru örugglega margir búnir að afskrifa Liverpool eftir fyrri umferðina, en þeir gefast ekki upp svo glatt. Torres skoraði tvö og spilaði vel. Ég get að vísu ekki skilið hvers vegna Peter Crouch er ekki í byrjunarliðinu , spilið gjörbreytist þegar hann kemur inná með hæð sína og tækni. Í ensku úrvalsdeildinni vann svo Aston Villa Blackburn 4-0. Aston Villa hefur unnið síðustu fjóra leiki þar af 3 útileiki. Þeir eru á feikna siglingu og komnir í 6 sætið í deildinni. Þetta lið er léttleikandi og skemmtilegt sóknarlið, og vörnin er góð.
Gott mál......
Chelsea og AC Milan í 16-liða úrslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.