Það var lagið.

Þetta lýst mér vel á. Þetta er það sem að ráðherrarnir eiga að gera líka. það er yfirlýst stefna hjá ríkinu að flytja opinber störf út á land, en það hefur ekki verið að skila sér nóg hingað vestur. Hér er að mörgu leiti hagkvæmara að halda úti stofnunum ríkisins vegna lægri húsaleigu meðal annars.

Það er bara málið að kerfiskarlarnir og kerlingarnar í Reykjavík sjá ekki landsbyggðina sem vænlegan stað til uppbyggingar á stofnunum ríkisins, og þess vegna hefur þetta gengið hægar en það gæti gert. En að sjálfsögðu er það ráðherrann sem ræður á endanum.

Þetta stingur aðeins upp í þá sem hafa gagnrýnt það að Halldór Halldórsson skuli vera formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það mun koma okkur vel og hefur nú þegar skilað miklu til okkar hér fyrir vestan. Það er bráðnauðsynlegt fyrir þessi minni sveitarfélög að hafa mann þarna inni sem er stanslaust að hamra á okkar hlutum.

Þetta er bara spurning um vilja.....


mbl.is Störf á vegum Innheimtustofnunar sveitarfélaga flutt til Ísafjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er sú mesta vitleysa sem ég hef heyrt lengi!

Flytja stofnun sem þessa til smábæjar á vestfjörðum og halda að allt verði

í lagi "þar" með þessum flutningum ... Þvílík endemis heimska!

Að þú skulir nefna lægri húsaleigu sem fyrsta kost er alveg með einsdæmum,

eins og það sé eitthvert stórmál hér í Reykjavík að borga húsaleigu!?

Eða að húsaleiga sé okkar ókostur hérna á höfuðborgarsvæðinu!? 

Ég get því miður ekki séð þínar röksemdir fyrir flutningi þessara stofnunar,

þessi skrif þín hér á undan finnst mér ekki hæfa Formanni fulltrúaráðs Sjálfst,fél, í

Ísafjarðarbæ .... Þetta er alveg fáránlegt!!

Magga (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 04:06

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Miðað við þessi viðrögð hjá þér "Magga" þá gætir þú verið starfsmaður innheimtustofnunnar sveitafélaganna. Vertu bara velkomin til Ísafjarðar.

Ingólfur H Þorleifsson, 17.11.2007 kl. 13:13

3 identicon

Nei ég starfa ekki hjá Innheimtustofnun, guð sé lof fyrir það eftir þessar fréttir.

En þakka þér samt fyrir boðið Ingólfur.

Magga (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 15:11

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er nú því miður staðreynd að flutningur starfa hjá ríkinu út á land ger ekki það gang sem vonast er eftir.  Vegna þess að störfunum er yfirleitt komið fyrir á stærstu stöðunum.  Af hverju er þessi stofnun endilega staðsett á Ísafirði þar sem opinber störf eru flest en ekki í einhverjum af hinum mörgu byggðakjörnum sem mynda Ísafjarðarbæ.  Það væri búið að gera miklu meira í því að flytja störf út á land ef ekki kæmi til þessi græðgi og yfirgangur stærstu staðanna.  Ef heima menn hafa ekki skilning á því hvar slíkum störfum er best komið er ekki von að embættismenn skilji það betur.  Halldór Halldórsson hefur ekki verið gagnrýndur í störfum sínum sem formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, fyrir það að hann sé frá Ísafirði.  Gagnrýnin hefur komið til af því að hann hefur gerst sérstök málpípa Sjálfstæðismanna og sett það hlutverk ofar því að gæta hagsmuna landsbyggðarinnar gagnvart ríkinu.

Jakob Falur Kristinsson, 18.11.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband