Hver er munurinn á bb.is og skutull.is

Forsvarsmenn fréttavefjarins skutull.is eru rasandi hissa á ákvörðun meirihluta bæjarráðs Ísafjarðarbæjar að samþykkja ekki að Skutull fái sama pláss á heimasíðu Ísafjarðarbæjar, og sömu auglýsingarstyrki og bb.is. Það er hreint með ólíkindum að halda því fram að þessi vefur sem er sameiginlegt áhugamál flokksbundinna vinstri manna og ber sama nafn og pólitískt málgagn sem hefur komið út í marga áratugi, sé sambærilegur við bb.is sem hefur verið frjáls og óháður fréttavefur í fjölda ára og einnig blaðaútgáfa með fleiri en einn blaðamann í fullu starfi.

Það er líkt og bæjarráð tók fram fullt af vefsíðum sem ekki eru styrktar af Ísafjarðarbæ. Síður eins og thingeyri.is, sudureyri.is og margar fleiri, hvers vegna ætti Skutull.is að fá styrki frekar en þessar síður sem kappkosta að flytja jákvæðar fréttir af svæðinu. Útaf fyrir sig er það jákvætt að halda úti síðu eins og Skutull.is, en hvers vegna fólk vill ekki koma fram undir réttum"pólitískum" formerkjum er mér illskiljanlegt. Fáið þið óflokksbundið fólk til að sjá um fréttaskrif fyrir ykkur, og þá fyrst getið þið kallað síðuna frjálsa og óháða.

Það sér þetta hver maður.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ingólfur.    Væri samt ekki vert að skoða málið að nýju.  Á  þeim tíma  þegar bæjarflokksblöðin sálugu komu út, þá var oftast auglýsing frá Ísafjarðarbæ þar.  Þá töldu menn eðlilegt og sjálfsagt að styrkja útgáfuna með kaupum á auglýsingum.  Einnig hefur þetta verið gert þegar kosningar eiga sér stað.  Ég sé t.d. ekkert að því að bæjarsjóður ákveði eina fasta upphæð til skipta fyrir slíka miðla nútímast þ.e. heimasíður s.s.  skutull.is  sem fastlega má gera ráð fyrir sem miðli Samfylkingar eða krata,  síðan bæði thingeyri.is  og sudureyri.is,  auk þess gætu fleiri komið,  D-listi og B-listi með sínar.  Þessar heimasíður með áherslu á bæjarmálefni viðkomandi flokka eiga rétt á sér.  Stuðningur á líka að koma frá bæjaryfirvöldum til að viðhalda lýðræðislegri umræðu. 

Skutull.is  verður hinsvegar líka að gæta þess að vera ekki að taka við nafnlausi níði um samborgara eins og borið hefur á.    

Fylkir (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 19:44

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það væri hið besta mál Fylkir ef að bærinn héldi áfram að setja auglýsingar í pólitísk blöð. Málið er bara með þetta tilfelli að aðstandendur vefsins keppast við að fullvissa fólk um hlutleysi sitt þó að svo sé ekki. Hefur þú trú á að Ólína Þorvarðardóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Benedikt Bjarnason, Sigurður Pétursson eða Björn Davíðsson geti skrifað hlutlausa grein um pólitíska andstæðinga sína. Það er öruggt að svo er ekki. Þessi síða er bara undirsíða fyrir Samfylkinguna og Í-listann.

Ingólfur H Þorleifsson, 14.11.2007 kl. 20:14

3 Smámynd: Gló Magnaða

Það eru alla vega vandaðar og vel skrifaðar fréttir á skutull.is og það er meira en segja má um hinn netfréttamiðilinn sem hefur farið óskaplega í taugarnar á mér fyrir óvönduð vinnubrögð síðan Halldór Jónsson fór.

Gló Magnaða, 15.11.2007 kl. 08:49

4 Smámynd: Ísak Pálmason

ég er svo sammála þér Eygló frænka...bb.is hefur farið stöðugt aftur síðan Dóri fór...

En við megum ekki gleyma sögunni...hætti Dóri ekki á blaðinu vegna þess að bæjarstjórnin vildi ritskoða allar fréttirnar sem fóru í BB??

Ísak Pálmason, 15.11.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband