Ungir athafnamenn.

grifterEitthvað hljómar þetta nú kunnuglega. Það fór ansi mikill tími hjá okkur strákunum í víkinni í að skrúfa sundur hjól og setja saman. Hjólafélagið Viggó var frægt í víkinni fyrir umfangsmikla starfsemi eins og reiðhjólaverkstæði, reiðhjólaleigu og partasölu. Þær voru ófáar ferðirnar inn á ruslahauga til að sækja varahluti.

Einnig var hjólað inn á Skarfasker við Hnífsdal til að sækja dót sem Gilli kropp hafði hent ofan í fjöru. Við vorum oft með stórt dekk að framan og lítið að aftan og svo öfugt bara eftir því hvað var til af gjörðum. Þetta voru góðir tímar í kjallaranum hjá Ella gamla Ketils þar sem við, Elli Dóru Mæju og Valdi Sigurlaugar vorum að grúska. Við máttum ekki sjá reiðhjól þá var búið að rífa það í sundur og setja aftur saman.

Grifter var aðal gerðin þá og einnig chopper, síðan komu BMX og enn síðar fjallahjól, en þá vorum við komnir í annað. Síðan um 13-14 ára aldurinn tóku skellinöðrurnar við og svo auðvitað bílarnir. Ég er enn með skítuga fingur og hef mjög gaman af að gera við alla mögulega hluti og hef atvinnu af því. Reynslan úr reiðhjólaviðgerðunum kemur enn að góðu gagni.

Það eru allir að fara. Elli, Valdi......


mbl.is Geymsla full af „týndum" hjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband