Hvern er Ólína að plata.

Nýr vefmiðill fór í loftið í gær og vil ég óska forsvarsmönnum og konum hans til hamingju. Það er aldrei of mikið af jákvæðum fréttum héðan af vestfjörðum. En málið er bara að þrátt fyrir yfirlýsingar   Ólínu Þorvarðardóttur í rúv í gær þá er nú ansi mikil vinstri slagsíða á þessum miðli og gaman verður að sjá að hverjum skutlinum verður beint. Ég leyfi mér að efast um að þetta verði frjáls og óháður miðill.

Fréttaritarar síðunnar eru allir flokksbundnir vinstri menn, þeir pistlar sem eru komnir inn eru frá vinstri mönnum, og þeir bloggarar sem eru komnir inn eru nú frekar mikið vinstra megin við línuna. Það má því segja að þetta byrji ekki mjög faglega hjá Ólínu og hennar félögum eftir allt saman. hefði ekki verið betra að fá fólk sem er óhlutrægt til að skapa þann trúverðuleika sem til þarf ef veita á öðrum  svæðisfjölmiðlum það aðhald sem Ólína talar um ? Ég bara spyr.

Það er líka gott dæmi um hvernig þetta verður að ein af fyrstu greinunum í heita pottinum er frá Jóni Bjarnasyni alþingismanni þar sem hann heldur áfram þeirri langloku sem hefur verið á bb.is síðustu vikur um uppsögn Jónu Ben fyrrverandi aðstoðarskólastjóra GÍ. Eins og í þeim greinum sem birst hafa áður er ekkert talað um að henni bauðst staða deildarstjóra á sömu launum sem hún þáði ekki. Ég gerði athugasemd við þessa grein í morgun en hún hefur ekki hlotið náð í ritskoðunarnefnd Ólínu, sem væntanlega mun hafa nóg að gera við að halda hægrisinnuðum úti.

Vinstri snepill......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ingólfur blái.

Reyndu aftur, athugasemdakerfið var bilað í gær frá opnun, til kl: 15:00.

Tek þessi mistök á mig. 

Ágúst Atlason (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 16:30

2 Smámynd: Gló Magnaða

Er þetta ekki bara ágætis mótvægi við bb-bláa?

Maður spyr sig....... 

Gló Magnaða, 28.10.2007 kl. 22:05

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll Ingólfur.

Þér er guðvelkomið að senda inn efni á skutull.is. Þakka þér kærlega fyrir að vekja athygli á vefnum og komdu bara fagnandi með þín skrif þangað inn.

Góð kveðja, Ólína.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 30.10.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband