Fyrsti leikur tímabilsins.

Kfi2007Á morgun er fyrsti leikurinn hjá okkur í KFÍ. Það er alltaf mikill spenningur fyrir fyrsta leik tímabilsins. Menn hafa æft stíft en þó aldrei nóg. Fyrsta deildin hefur sjálfsagt aldrei verið eins sterk og nú í vetur, flest ef ekki öll liðin hafa styrkt sig og allir geta unnið alla. Við förum í alla leiki til að vinna þá og svo verður bara að koma í ljós hvernig það gengur. Ég hvet alla vestfirðinga í Reykjavík að mæta í Laugardalshöllina klukkan 20.00 á morgun og hvetja KFÍ áfram til sigurs gegn Ármann-Þrótti. Á laugardaginn klukkan 14.00 er svo leikur gegn Þrótti úr Vogum á Vatnsleysu.

Áfram KFÍ......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

Áfram KFÍ

Leiðinlegt að fyrsti heimaleikurinn 26. okt. er á sama tíma og Ísafjarðar frumsýningin á myndinni Óbeisluð fegurð. 

Spurning um að færa leikinn til kl. 19:00

Gló Magnaða, 19.10.2007 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband