Nema hvað.

Auðvitað vill Kristján hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Kristján er landsbyggðarmaður og veit að flugvöllurinn er eign landsbyggðarinnar og tenging hennar við höfuðborgina. Það er komin tími til að Reykvíkingar átti sig á þessu.

Flugvöllurinn fer ekki fet....


mbl.is Samgönguráðherra vill ekki færa Reykjavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áfram Kristján......... nú bara að hætta að smíða Héðinsfjarðagöngin, þá er hann farinn að skora stig kallinn.

ben (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:14

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já auðvitað á bara að hafa flugvöllinn þarna.  Skil ekki hvers vegna menn vilja fara að hrúga þarna mörg þúsund manna byggð eins og samgöngurnar eru.

Þorsteinn Sverrisson, 17.10.2007 kl. 21:28

3 identicon

Sammála, sammála.  Og eitt atriði sem stundum vill gleymast.  Að höfuðborg Íslands hlítur að vera sameign þjóðarinnar.  Þess vegna er alveg jafn mikilvægt að landsbyggðarfólk fái að hafa einhvað um málið að segja eins og íbúar Reykjavíkur.

Annars skil ég alls ekki þá hugsun sumra borgarbúa, að vilja hafa sem mest fólk sem næst miðbæ Reykjavíkur.  Það er bara lítið brot íbúa á sv-horninu sem vinnur í 101. 

Siggi Hreins (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:47

4 Smámynd: Gló Magnaða

Já fínt að hafa flugvöllinn þarna. Af hverju að vera að breyta því sem er í lagi. 

Svo annað sem minna hefur verið talað um. Hvað eru margir að vinna í tengslum við þennan flugvöll? ég hef heyrt að það séu um 3000 manns þegar allt er talið. 

Gló Magnaða, 18.10.2007 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband