11.10.2007 | 18:57
Bandalag um völd.
Þessi meirihluti er fyrirfram dauðadæmdur þó ekki væri nema bara fyrir það að Björn Ingi Hrafnsson á aðild að honum. Hann hlýtur að vera aumasta sálartetrið á landinu í dag. Hann sá fram á að missa sín áhrif og alla fínu félagana og því ákvað hann að stinga af. Ég hélt satt best að segja að Svandís Svavarsdóttir stæði fyrir meira í pólitík en þetta. Hún lyftir upp pilsinu fyrir Bjössa litla um leið. Hvar eru prinsippin nú. Hún er búin að gagnrýna hann harðlega alveg frá kosningum.
Svandís er kannski búin að gleyma því að Björn Ingi er aðal maðurinn í Orkuveitumálinu sem btw er það sama og hún er að fara með fyrir dómara á mánudag. Hverjir voru það sem töluðu um að embættum væri skipt áður en málefnasamningur lægi fyrir eftir síðustu kosningar. Hvað hefur breyst síðan þá? Það að hlusta á þetta vesældarlið í dag vekur hjá mér mikla ánægju með að búa ekki í Reykjavík. Valdagræðgin er að drepa þetta fólk, það kemur berlega í ljós þegar pólitíkusar eru tilbúnir að kasta frá sér sinni sannfæringu fyrir góða stóla, nefndar og stjórnarlaun og aðra bitlinga.
Aumkunarverður Björn Ingi.....
Sviptingar í borgarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þegar Bingi var tilbúinn að leggjast með henni þá sagði hún já þrátt fyrir það hann hafi hatast í honum frá fyrstu tíð. Nýji R(ækju) listinn ætlar veita Binga uppgjöf allra saka.
Fannar frá Rifi, 11.10.2007 kl. 19:17
Ohhh hvað segir maður við svona gjörningum???
Björn Ingi er bara lélegasti pappír sem sést hefur á sviði stjórnmálanna um langan tíma og er þá mikið sagt. Jæks...að einhverjum hugnist eftir það sem á undan gengið að vinna í einhverjum málum af heilindum með þeim manni er ofvaxið mínum skilningi. Ojbarasta.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.10.2007 kl. 19:26
Tjaa... veit ekki hvað skal segja..... Var ekki Björn Ingi bara á undan Villta Spillta Villa að átta sig á stöðunni? Mér fannst Björn Ingi komast mun betur frá sínu í fjölmiðlum heldur en Villi kall ræfillinn. Hann hefur verið frekar óheppinn með orð og gjörðir síðustu daga. Hann var kominn með einhvern græðgissjúkdóm og var farinn að reyna að leika Davíð. En þessir herrar verða bara að átta sig á því ef þeir ætla lifa að það verður aldrei annar Davíð.
Svandís Svavarsdóttir er minn uppáhalds stjórnmálamaður í dag. Ótrúlega flott kona.
Gló Magnaða, 12.10.2007 kl. 09:14
Sammála Golla og miklu meira en það, mér fannst nú Björn Ingi
komast illa frá viðtölum, hann hefur verið eins og illa barin rakki,
sem nýbúið er að taka í gegn af forystunni.
Hvað eru svona ungir rakkar að reyna sig,
áður en þeir eru orðnir þurrir bak við eyrun,
svo ég segi nú ekki meira.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.10.2007 kl. 19:13
Ragnar Reykás. Hér koma nokkrar tilvitnanir frá síðustu dögum :
Kominn hringinn.
Annars ánægjulegt að sjá borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna svona skyndilega einhuga. Annað en var sjáanlegt framan af vikunni.
Fyrir Björn Inga var ekkert annað að gera en að skera Villa niður úr snörunni, með þessum hætti, aðrar leiðir voru ekki færar. Björn Ingi hefur stórlega vaxið í áliti hjá mér.
Siggi Hreins (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 21:58
Ég get ekki séð að ég sé að fara hring. Ég er sáttur við að Vilhjálmur sé ekki lengur borgarstjóri. Ég er aftur á móti ekki sáttur við með Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki í meirihluta og hef hvergi talað um að hann ætti að fara frá völdum, aðeins Vilhjálmur.
Þú hlýtur að vera sáttur við þessi vinnubrögð hjá þínum manni. Hann á ekki langt eftir í pólitík ef hann heldur svona áfram. Ef þú hefur ekki upplag til að sjá það sjálfur þá er Bingi óheiðarlegasti og spilltasti stjórnmálamaðurinn í dag. Það er gott að þú ert ánægður með hann. Ekki veitir af. Þið verðið að standa saman félagarnir í framsókn enda ekki svo mörg eftir.
Ingólfur H Þorleifsson, 13.10.2007 kl. 07:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.