Hver tekur mark á Árna Johnsen ?

ÁJÁrni Johnsen hefur farið mikinn undanfarið og fundið mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar allt til foráttu. Eins og alltaf áður þá kemst ekkert annað að hjá Árna en hans eigið kjördæmi, og helst bara Vestmannaeyjar. Maður er nú orðinn all-langþreyttur á Vestfjarðaþulunni í þessu kvótadæmi öllu, segir Árni í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku. Hvað er það sem fær landsbyggðarþingmann til að agnúast yfir því að sumir fái meira en aðrir þegar fyrir liggur að svæði á vestfjörðum verða verst úti, og þurfa því þessar mótvægisaðgerðir til að lifa af þessa skerðingu.

Hann nefnir Grindavík sem dæmi um stað sem fær ekki neitt. Ef að Árni veit það ekki þá get ég upplýst hann um að Grindavík er á helsta þenslusvæði landsins og þó að skerðingin hafi vissulega áhrif þar eins og annarsstaðar þá verða áhrifin ekki nærri eins sterk og á vestfjörðum. Ekki höfðu Grindvíkingar stórar áhyggjur af vestfirðingum þegar þeir höfðu nánast allan kvóta Bolvíkinga á brott fyrir áratug eða svo. Ekki man ég eftir að Árni Johnsen hefði neitt við það að athuga heldur. Sá niðurskurður var örugglega meiri en 30%. 

Það er undarlegt að heyra þennan söng í þingmanninum í ljósi þess að sjálfstæðisfólk í Vestmannaeyjum hefur lýst ánægu sinni með mótvægisaðgerðirnar, þannig að enn og aftur er Árni einn í sinni ólund og ekki í fyrsta skipti. Þessi grein hjá honum er ekki til þess fallin að fá landsbyggðarfólk til að mæta niðurskurðinum saman og komast í gegnum þetta skerðingatímabil sem ein sterk landsbyggð. Þvert á móti er hún tilraun til að fá fólk til að kroppa augun úr hvort öðru og það hjálpar okkur ekkert.

En hver tekur mark á Árna Johnsen ? Maðurinn hefur sýnt það bæði í orði og á borði að honum er ekki sjálfrátt, og því síður treystandi. Það voru stór mistök, sem aldrei verið hefðu þegar honum var hleypt aftur inn í þingflokk okkar sjálfstæðismanna eftir allt sem á undan er gengið. Maður sem þekkir ekki muninn á réttu og röngu á ekki að eiga sæti á alþingi, þar sem samþykkt eru lög fyrir okkur hin til að fara eftir.

Tæknileg mistök......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Ég ætla að gerast svo ,,kaldur" að votta þennan texta sem samþykktan í minni bók.
Árni J. getur, og hefur, gjörsamlega fengið mann til að hrista hausinn aftur og aftur og............
Það er eitt að vera fylginn sér og duglegur fyrir sitt kjördæmi en að haga sér eins og ......... (úff þori ekki að segja það), er alveg ,,out".

Eigðu góðan dag.

Sigurjón Sig.

Sigurjón Sigurðsson, 23.9.2007 kl. 10:39

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Þorleifur.

Sem miðstjórnarmanni eru þessi skrif þín á hendur Árna ekki sæmandi þér að vera með skítkast út í mann sem er að berjast fyrir sínu fólki og hefur sínar skoðanir.

Þú gengur svo langt og segir hver tekur mark á Árna svo heldur þú áfram með sorann og segir fullum hálsi því síður treystandi? síðan segir þú að það hafi verið stór mistök að hleypa honum inn í þingflokkinn?. Og endar illgirnina með því að segja tæknileg mistök.?

Eitt vil ég benda þér á. Það var fólkið sem kaus hann og Sjálfstæðismenn urðu undrandi hvað hann hafði mikið fylgi var nærri því búinn að ýta fármálaráðherra úr sínu sæti.

Varandi Vestfirði þá er þessu kvótakerfi um að kenna ég mann ekki annað enn að sægreifin á Ísafirði Ásgeir Guðbjartsson og þeir félagar seldu alla aflaheimildir frá staðnum. og þessi kvóti hefur gengið kaupum sölum.

Hvað hefur Einar eða Stula gert í þessum málum hreint ekkert. Það verður að breyta frjálsa framsalinu til þess að fólkið sem þarna býr geti unnið við vinnslu. Þér væri nær að beita þér í þessu og vegamálum sem eru ekki manni bjóðandi.

Þess vegna er þessi skrif þín í garð Árna mjög ósamgjörn. Það verður aldrei tekið frá Árna hann er yfirburða þingmaður sem er ekki sammála öllu sem sagt er, enda er það mjög gott að þingmenn hafi skoðanir og eru málefnalegir.

Jóhann Páll Símonarson.  

Jóhann Páll Símonarson, 23.9.2007 kl. 12:17

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

 Sæll Jóhann

Hvar þú hefur fundið það út að ég sé í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins veit ég ekki.

Árni Johnsen hefur alveg séð um það sjálfur að honum er ekki treystandi, og þó svo að sjálfstæðismenn á suðurlandi, og þá aðallega Vestmannaeyjum hafi stutt hann þá eru enn fleiri sjálfstæðismenn mjög ósáttir við að hann sé kominn á þing á ný.

Ingólfur H Þorleifsson, 23.9.2007 kl. 12:39

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ingólfur.

Ég mismælti mig það átti að vera formaður fulltrúaráðs á Ísafirði. það átti að vera það rétta.

Annað er lítið er hægt að lesa úr þínu svari annað enn skítkast út í þinn félaga. Það hæfir þér ekki sem formanni Fulltrúaráðs að skrifa með þessum hætti.

Það er mín skoðun það er í lagi að gera athugasemdir við þingmenn með málefnalegum hætti og með rökum það tel ég vera heiðarlegt enda hafa þingmenn gott að heyra skoðanir frá fólkinu.

Ég veit sjálfur Árni hefur meira fylgi enn þú heldur fram. Eitt vil ég benda þér á það hefur ætíð verið svo að menn vilja þennan enn ekki hinn þess vegna duga rök þín ekki fyrir mér.

Það hefur skort í Sjálfstæðiflokknum að hafa fólk sem segir meiningu  sína frekar hefur þeim verið úthýst af ákveðnum mönnum.

Eins og ég bendi þér á þú átt sjálfur að skrifa um hvað þingmennirnir Sturla og Einar hafa lítinn áhuga á ykkar stöðu á Vestfjörðum og hvað er til ráða. Heldur hefur þú kosið að rífa þingmanninn Árna niður eins langt og þú getur.

Þvílíkt heift og hatur frá þínum bæjardyrum séð. Mér er spurn hvað hefur þingmaðurinn Árni gert þér til bölvunar mér er spurn?

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 23.9.2007 kl. 13:30

5 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það sem ég skrifa á minni bloggsíðu er mín skoðun en ekki fulltrúaráðsins í Ísafjarðarbæ. Þó að ég sé formaður þá hef ég sjálfstæða hugsun og skoðanir. Ég þarf ekki að færa mikil rök fyrir þessu því Árni hefur gert það sjálfur. Hann laug að þjóðinni og það veist þú jafn vel og ég Jóhann.

Sturla og Einar hafa gert margt gott fyrir okkar kjördæmi sem og önnur kjördæmi einnig. Þeir eru í það minnsta þingmenn allra landsmanna ekki bara síns kjördæmis. Að öðru leyti ætla ég ekki að deila við þig, hvorki um kvótakerfið né vegamál á vestfjörðum. Það kemur þessum pistli bara ekkert við.

Ingólfur H Þorleifsson, 23.9.2007 kl. 14:17

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ingólfur.

Rökin þín eru ekki boðleg neinu og þá sérstaklega þér sem formanni fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna á Ísafirði. Það er rétt hjá þér að þetta er þín skoðun. Enn þú verður að gera þér grein fyrir að þú sem formaður fulltrúarráðs Sjálfstæðismanna tekur upp á þitt einsdæmi að skrifa níð á hendur Þingmanni sem er þér ekki sammála í skoðunum. Sumir kalla þetta einelti á hendur Árna sem hefur tekið út sína refsingu og Sjálfstæðismenn kusu hann aftur til góðra verka. 

Ég veit ekki hvað Sturla og Einar hafa gert gott fyrir Vestfirði? Ef ástandið er svona gott eins og þú segir af hverju er þá þetta væl í þér út í Árna?

Enda getur þú ekki fært rök fyrir kvótakerfinu eða vegamálum á Vestfjörðum. Ég get ekki annað enn séð að þessi kvótamál koma við þig eins og grein Árna sem þú virðist illur yfir þess vegna skil ég ekki rök þín.

Bjarni Kjartansson bendir þér á rök í skrifum sínum. Ætlar þú að neita þessu eða fara undan í flæmingi eins og hundurinn sem getur ekki meira. Ég mun alla vega ekki treysta þér að vera formaður fulltrúaráðs fyrir Sjálfstæðismenn á Ísafirði eftir þess níðingsskrif þín í garðs þín félaga í sama flokki.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 23.9.2007 kl. 21:05

7 Smámynd: Gló Magnaða

Ég vil nú koma Ingólfi vini mínum til varnar hér.

Þetta er hans bloggsíða og hér hefur hann leyfi til þess að skrifa sínar skoðanir.

Virðum það.

Gló Magnaða, 24.9.2007 kl. 10:04

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir með Gló. Ég persónulega var á móti því að Árni færi á þing
og ég skil reyndar ekki fólk sem finnst það bara allt í lagi.
Þetta eru bara flott skrif hjá þér Ingólfur og ég er
sammála þér.
Við hefðum örugglega ekki fengið uppreisn æru
hefðum við þurft að biðja um hana.
fyrirgefðu að ég skuli ryðjast með mínar skoðanir
inn á þína síðu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.9.2007 kl. 15:18

9 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ingólfur.

Mig langar að svara þessum konum sem skrifa hér og lýsa yfir stuðningi við skrifum hjá Ingólfi. Gló Magnaða sem þorir ekki að koma undir nafni og villir á sér heimildir þessir aðilar eru ekki marktækir að mínu áliti. Og þarf þar af leiðandi ekki að gera mér upp skoðanir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir  er aftur á móti kona sem hefur rök fyrir sínu máli og þetta er skoðun hennar sem ég virði. Þótt ég sé ekki henni sammála eins og hún bendir á að hún skilji ekki fólk sem finnst það bara vera í lagi að Árni fari á þing.

Því til að svara Það skal tekið fram það voru stuðningsmenn Sjálfstæðismanna sem kusu Árna í prófkjöri flokksins sú niðurstaða var sú að Árni varð í 2 sæti hvort sem menn eru á móti eða með. Þetta er lýðræðið og vilji fólksins.

Hitt er svo annað mál og ekki sæmandi neinu sem skrifar að vera að níða skóinn af sínum flokksfélaga eins og Ingólfur hefur gert með þessum pistli sínum. Árni hefur tekið út sína refsingu þess vegna er ekki hægt að vera sífellt að bera hann út.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 24.9.2007 kl. 22:03

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég leifi mér að fara inn á þína síðu Ingólfur og svara Jóhanni Páli Símonarsyni.
Jóhann takk fyrir að virða mínar skoðanir og ég mun að sjálfsögðu virða þína.
Ætli það sé nú ekki auðskilið, að ég skil ekki þá sjálfstæðismenn sem
kusu Árna inn á þing.
Hann er búinn að  taka út sína refsingu og allt vel með það,
ætla ég ekki að úttala mig um þann þátt, nóg komið að því.
 Mín skoðun er sú, að hann ætti ekki að vera ein af fyrirmyndum
okkar á Alþingi.
Mér finnst allavega að þessir háu herrar eigi að vera
fyrirmynd okkar.

Ég skynja það nú ekki að Ingólfur sé að níða skóinn af Árna
með sínum skrifum, litið hef ég ljótari skrif og eigi voru þau
nefnd að níða skóinn af fólki. Er þetta eitthvað viðkvæmt er
Árni á í hlut.
                        Takk fyrir mig herra-menn.
                                    Góðar stundir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.9.2007 kl. 14:41

11 Smámynd: Gló Magnaða

Jóhann, vinir mínir og þeir sem skipta mig máli þekkja mig undir mínu gælunafni og það nægir mér. Hver veit hvert þitt rétta nafn er. Það er kannski betra að bera sig ekki alveg í netheimum það eru alltaf einhverjir sjúkir einstaklingar þar á stjái.

Mér er slétt sama um Árna Johnsen og ég er langt frá því að vera alltaf sammála Ingólfi en hann hefur sínar skoðanir og þær virði ég. Mér finnst að fólk megi nota sínar bloggsíður til þess að tjá sig um það sem þeim liggur á hjarta hverju sinni.

Ef þér finnst Árni Johnsen svona frábær og eigi að vera laus við alla gagnrýni þá skalt þú bara skrifa lofgjörð um hann á þína bloggsíðu. Það má. Það finnst mér alla vega.

Gló Magnaða, 25.9.2007 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband