14.9.2007 | 20:38
Ruddi í Kastljósi.
Ekki get ég nú sagt að ég hafi verið mikill aðdáandi Róberts Marshall hingað til. En eftir Kastljós í kvöld missti ég allt álit á manninum. Þar ætlaði hann að reyna að sannfæra fólk um að Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarmanna væri ruddi. Þar snérust vopnin heldur betur í höndunum á Róberti því eftir þáttinn er hann búinn að festa sér það sæmdarheiti. Þvílíkur dónaskapur og yfirgangur í manninum. Bjarni reyndi eftir fremsta megni að koma sínum sjónarmiðum á framfæri en Róbert ruddi greip ótt og títt fram í. Það sem Róberti sveið mest var að Bjarni skyldi voga sér að kalla Kristján Möller spilltan lygara.
Það er erfitt fyrir Róbert að viðurkenna að afskaplega klaufaleg byrjendamistök samgönguráðherra, voru augljós þegar hann kenndi ráðgjafa vegagerðarinnar um klúðrið við Grímseyjarferjuna. Það að hann skyldi nafngreina manninn og segja að hann ynni ekki fleiri verkefni fyrir vegagerðina var enn klaufalegra, og Róbert hafði mjög veikan málstað að verja en reyndi með dónaskap og yfirgangi. Mér er spurn hvort að Kristján Möller er ekki maður til að svara fyrir sig sjálfur, frekar en að senda skósvein sinn sem var vægast sagt mjög aumkunarverður í kvöld.
Spurning um nýja Marshall aðstoð......
Athugasemdir
Sæl
Þetta er með ólíkindum klaufaskapur Samfylkingarinnar! Menn eins og Róbert eiga ekkert erindi í póltík ef þeir ætla beita hrokanum einum saman.
mbk.
Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.