Menn í topp formi hrynja niður.

436224AÉg hef verið að hugsa svolítið um það núna síðustu daga hvað getur valdið því að menn í topp formi fá hjartastopp í leikjum. Það hefur fátt komist að hjá fjölmiðlum hér á Spáni annað en andlát Antonio Puerta leikmanns Sevilla. Hann hneig niður í leik um helgina og lést svo á sjúkrahúsi 22 ára gamall. Tvö önnur tilfelli hafa komið upp, eitt á Englandi og annað í Ísrael. Í öðru tilfellinu tókst að endurlífga manninn.

 Kannski eru eðlilegar skíringar á þessum tilfellum að menn séu með einhverja meðfædda hjartagalla. Á undanförnum árum hefur þetta komið upp nokkrum sinnum m,a, í körfubolta, í einhverjum tilfellum var um hjartagalla að ræða. Það sem ég hef verið að hugsa nú er hvort hið mikla magn af alls kyns fæðubótarefnum  sem íþróttafólk tekur inn geti haft áhrif. Ég man fyrir 6-8 árum voru margir körfuboltamenn að gleypa riped-fuel og eitthvað annað drasl sem var svo bannað. Getur verið að eitthvað af þessum efnum innihaldi efni sem valda hjartastoppi. Það er eitthvað bogið við það þegar menn í toppformi hrynja niður örendir.

Blessuð sé minning þessara manna.....


mbl.is Knattspyrnumaður lést á æfingu í miklum hita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband