Þrýstingur að heiman.

IMG_1102Vegna gríðarlegs þrýstings frá fastagestum síðunnar set ég inn aðra færslu úr sælunni á Santa Pola. Hitinn var heldur meiri í dag en í gær. Vegna smároða á öxlum var farið varlega í sólina í dag og þess í stað tekin stefna á verslanir bæjarins sem er nóg af hér eins og annarsstaðar í hinum vestræna heimi. Farartæki heimilisins var tekið til kostana og ekið í miðbæinn, bifreiðin er forláta Ford Eskort dísil með ofvirkri afturþurrku sem gengur á meðan bíllinn er í gangi, það er pirrandi fyrir reddara að vestan að hafa ekki verkfæri til að laga vinnukonuna. Það er ekki oft sem ég fer í verslunarleiðangur með bros á vör, er voða lítið fyrir búðaráp, en hér á Spáni fer ég með glöðu geði því verðlagið er náttúrulega út úr kú og rúmlega það.

IMG_1169Á morgun stendur til að fara í Polarpark sem er tívolí og dýragarður og skemmta sér í hinum ýmsu tækjum. Síðan er stefnt á að fara til Alicante einhvern daginn og skoða sig um þar.

Gömlu hjónin ganga hálft maraþon á dag, held svei mér þá að Vala sé búin að ná upp því sem hún tapaði á meðan Ásta var í fríi. Grétar dröslaði með sér golfsettinu en hefur ekki minnst einu orði á að fara á völlinn og þó er vika frá því að við komum. Það er spurning hvort að hitinn fari svona með mann þegar maður er kominn á sjötugsaldurinn.

Biðjum að heilsa öllum.

IMG_1125Kveðja frá Varadero  Santa Pola.

Helado Cerveza.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Buanes dias Ingólfur. Ég vona að þú hafir það gott í sólinni. Ég er nú aðeins nær henni hér á sjöttu gráður norður. góða skemmtun á Spáni og passaðu þig á öpunum í dýragarðinum.

Gunnar Þórðarson, 29.8.2007 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband