27.8.2007 | 13:58
Lúxuslíf á lúxusstað.
Þetta er nú meiri sælan að liggja hér á Spáni og láta sólina sleikja sig. Þessi staður er alveg frábær, veðrið mjög gott og fínir veitingastaðir. Húsið sem við erum í er líka frábært, allt til alls og mjög gott að vera hér. Það er búið að fjárfesta í bát sem Þorleifur skírði Tjald eins og báturinn sem Grétar afi hans átti og réri á fyrir 30 árum eða svo.
Hitinn hefur verið frá 26-31 gráða og það er bara mjög gott. Ég skal alveg viðurkenna það að ég var nú ekki alveg viss hvernig hitinn færi í mig, enda hef ég ekkert verið voða æstur í að liggja í sólbaði, en þetta er alveg frábært smá hafgola sem kælir mann niður og svo bjór og sangría að auki.
Regína og Þorleifur eru eins og mamma þeirra, verða kolsvört á augabragði, en ég er svona tveimur dögum á eftir. En svona án gríns þá lítur allt út fyrir að ég geti tekið lit ef ég verð duglegur að liggja í sólbaði.
Það er náttúrulega bara draumur að fara að versla í matvöruverslunum hér, verðið á matvöru er eins og í lygasögu, það er himinn og haf á milli þess sem við þekkjum heima á Íslandi. Áfengi og bjór kostar svo sama og ekki neitt, ódýrasta rauðvínsflaskan var á eina evru eða 88 krónur. Vínið fæst að sjálfsögðu á sama stað og maturinn, Það eru ekki mörg lönd eftir þar sem það er ekki svo en að sjálfsögðu er gamla Ísland eitt af þeim.
Sólarsamba.....
Athugasemdir
Frábært að sjá fréttir af ykkur og sjá myndir af þér og svertingjunum þínum. Held það sé á hreinu að þegar við förum loksins saman til útlanda þá sjáið þið Frank um að versla í matinn... hann er einmitt alltaf jafn gáttaður á lága verðlaginu á Spáni.
Hafið það rosa gott og bið að heilsa öllum.
Ösp (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.