Lúxuslíf á lúxusstað.

IMG_1122Þetta er nú meiri sælan að liggja hér á Spáni og láta sólina sleikja sig. Þessi staður er alveg frábær, veðrið mjög gott og fínir veitingastaðir. Húsið sem við erum í er líka frábært, allt til alls og mjög gott að vera hér. Það er búið að fjárfesta í bát sem Þorleifur skírði Tjald eins og báturinn sem Grétar afi hans átti og réri á fyrir 30 árum eða svo.

Hitinn hefur verið frá 26-31 gráða og það er bara mjög gott. Ég skal alveg viðurkenna það að ég var nú ekki alveg viss hvernig hitinn færi í mig, enda hef ég ekkert verið voða æstur í að liggja í sólbaði, en þetta er alveg frábært smá hafgola sem kælir mann niður og svo bjór og sangría að auki.

IMG_1119Regína og Þorleifur eru eins og mamma þeirra, verða kolsvört á augabragði, en ég er svona tveimur dögum á eftirCool. En svona án gríns þá lítur allt út fyrir að ég geti tekið lit ef ég verð duglegur að liggja í sólbaði.

Það er náttúrulega bara draumur að fara að versla í matvöruverslunum hér, verðið á matvöru er eins og í lygasögu, það er himinn og haf á milli þess sem við þekkjum heima á Íslandi. Áfengi og bjór kostar svo sama og ekki neitt, ódýrasta rauðvínsflaskan var á eina evru eða 88 krónur. Vínið fæst að sjálfsögðu á sama stað og maturinn, Það eru ekki mörg lönd eftir þar sem það er ekki svo en að sjálfsögðu er gamla Ísland eitt af þeim.

IMG_1121Kveðja frá Santa Pola.

Sólarsamba.....

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að sjá fréttir af ykkur og sjá myndir af þér og svertingjunum þínum. Held það sé á hreinu að þegar við förum loksins saman til útlanda þá sjáið þið Frank um að versla í matinn... hann er einmitt alltaf jafn gáttaður á lága verðlaginu á Spáni.

Hafið það rosa gott og bið að heilsa öllum. 

Ösp (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband