16.8.2007 | 20:39
Komið nóg af þessu.
Þetta er nú farið að verða mál sem stjórnvöld þurfa að skoða. Það er á hreinu að það verður að lækka bensíngjöld þannig að þetta lækki. Þessi verð eru út úr öllum kortum. Stjórnendur olíufélaganna koma ekki til með að lækka verðið þannig að þeirra hagnaður verði minni. Það er unun að sjá hvað reiknimeistarar olíufélaganna eru fljótir að hækka verðið þegar heimsmarkaðsverðið hækkar, en um leið og verðið lækkar þá koma boðin með bréfdúfum, og allir geymslutankar fullir. Það er óhætt að segja að olíufélögin geta svínað á fólki vegna þess hve allir eru háðir bílum nú á tímum. Það liggur við að maður hvetji fólk til að leggja bara bílunum og gefa þessum fyrirtækjum langt nef.
Bensínbull......
Bensínverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.