Útilega. Plús og mínus

IMG_1076Fór með fjölskylduna í útilegu á föstudaginn. Fórum inn í Heydal í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi. Þar er búið að koma upp mjög góðri aðstöðu, frábær matsölustaður og gisting, hestaferðir, kajakaferðir, stangveiði og síðan er fínt tjaldstæði með rafmagni, salernisaðstöðu og sturtu. Á laugardag fórum við í bíltúr um inndjúpið, fórum í Vatnsfjörð og skoðuðum kirkjuna og einnig fornleifauppgröft sem er í gangi þar. Síðan var ekið í Reykjanes og farið í sund. Við urðum fyrir miklum vonbrigðum í Reykjanesi, sóðaskapurinn var ótrúlegur, rusl flæddi upp úr ruslafötum sem greinilega höfðu ekki verið losaðar í marga daga. Á bakka sundlaugarinnar var mikið magn af tómum bjórdósum út um allt, og í kvennaklefanum var tóm viskíflaska. Einn sundlaugargesta sagði að það hefði verið partý í sundlauginni á fimmtudagskvöld. Við vorum þarna tæpum tvemur sólahringum síðar. Þegar menn eru að reka svona stað og ætlast til að fólk komi aftur þá er lágmark að þrífa í kringum sig. IMG_1077 Það verður langt þangað til ég fer í Reykjanesið aftur.

 Ævintýradalurinn Heydalur var aftur á móti mjög góður og þangað fer ég örugglega aftur í útilegu. Set inn myndir af börnunum þegar þau voru að fara að sofa í fellihýsinu.

 

Stór plús fyrir Heydal, en mínus fyrir Reykjanes.....   

                                                                                                                                                      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónsson

Fínt að vita af Heydalnum. En við urðum fyrir miklum vonbrigðum í fyrra á Reykjanesi þar sem sóðaskapurinn var því miður mikill, en þó ekki eins og þú lýsir. Ástandi hefur greinilega versnað og er það með ólíkindum. Reykjanes er paradís á jörðu, það er ekki flókið að henda rusli og hugsa vel um salerni og búningsaðstöðu. Það sem þarf líka að gera er að halda lauginni betur við, hægt án mikils kostnaðar og síðast en ekki síst, banna þessi partý sem halda fjölskyldufólki frá staðnum.

Karl Jónsson, 31.7.2007 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband