10.7.2007 | 15:24
Skiptar skoðanir.
Þetta eru rétt viðbrögð hjá sveitungum mínum í Bolungavík. Menn hafa haft ýmsar skoðanir á þessu máli og það er í sjálfu sér í góðu lagi en tvær skoðanir hafa vakið athygli mína síðustu daga vegna þess að þar eru menn sem eiga hagsmuni í sjávarútvegi eins og við gerum sjálfsagt öll. Hvort þetta er rétta leiðin hjá Einari á tíminn einn eftir að leiða í ljós.
Ekki finnst mér það nú merki um mikinn þroska hjá formanni smábátafélagsins Eldingar á norðanverðum vestfjörðum, að hvetja menn til að hunsa tillögur sjávarútvegsráðherra og einnig fiskistofu og veiða bara eins og þeir vilja. Hverju heldur maðurinn að það skili hans hagsmunasamtökum að brjóta lög og reglur. Vissulega eru skiptar skoðanir á úthlutun aflamarks í þorski en svona yfirlýsingar leysa engan vanda.
Á sama tíma þá kemur forstjóri Þorbjarnar í Grindavík og lýsir því hvaða áhrif þessi skerðing hafi á hans fyrirtæki, að því gefnu að ráðherra fari ekki í fleiri séraðgerðir fyrir vestfirðinga. Það þarf væntanlega ekki að minna hann á að hann á sjálfur þátt í þeim vanda sem upp kom hér á svæðinu, og þurfti að beita séraðgerðum til að sporna við, eins og línuívilnun og byggðakvóta, er hann flutti mest allan kvóta Bolvíkinga til Grindavíkur. Þannig að hann þarf ekki að halda að hann fái einhverja vorkunn á þessu svæði þó fyrirtæki hans verði af eins milljarðs veltu.
Það er löngu tímabært að menn hætti að kroppa augun úr hvorum öðrum í sjávarútveginum og einhendi sér í að komast að því hvar vandinn liggur. Svona yfirlýsingar gera ekkert nema valda meiri togstreitu á milli manna sem eru að reyna að gera sömu hlutina, gera út og vinna fisk.
Tími kominn á sátt um sjávarútvegsmál.....
Bæjarráð Bolungarvíkur virðir ákvörðun sjávarútvegsráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.