30.6.2007 | 21:47
Fjallganga og Grillveisla. Flottasti matarklúbbur í Evrópu.
Matarklúbburinn hefur haft nóg fyrir stafni í dag. Klukkan 11 í morgun lögðu 11 vaskir fjallgöngumenn og konur af stað upp að hádegishorni fyrir ofan Suðureyri og svo niður í Vatnadal í frábæru veðri. Einn af fjallgöngumönnunum er hann Tómas verkfræðingur hjá vatnsveitunni í Bútapest sem að matarklúbburinn kynntist á bar í Ungverjalandi fyrir nokkrum árum. Þegar leið á kvöldið og menn voru búnir að fá sér í annan fótinn var ákveðið að bjóða Tómasi til Íslands.Fyrst kom hann til Íslands í boði matarklúbbsins til að elda fyrir okkur, næst kom hann til að vera í brúðkaupinu hjá Ella og Jóhönnu. Núna er hann kominn til að vinna hjá Hvíldarklett í sumar og verður á endanum Íslendingur. Í kvöld er svo grillveisla eins og þær gerast bestar. Humar og hrefnukjöt í forrétt, nautasteik í aðalrétt og súkkulaðikaka og ís í eftirrétt. Með þessu er að sjálfsögðu hvítt, rautt, koníak, bjór, mohitos kokteill og ég veit ekki hvað. Tómas er á myndinni hér fyrir neðan.
Lífið er ljúft....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.