Hvernig má það vera ?

Það er alveg á hreinu að það er ekki hagkvæmt fyrir þau byggðalög sem lifa á veiðum og vinnslu. Það er öruggt að það fara nokkur fyrirtæki á hausinn ef farið verður eftir tillögum Hafró. Mér þætti gaman að sjá þær forsendur sem þetta fólk gefur sér til að fá þessa niðurstöðu. Þriggja til fjögurra ára stopp í þorskveiðum verður til þess að flest öll minni byggðalög fara í eyði. Er það sú framtíðarsýn sem menn hafa á Íslandi í dag. Held að það væri gáfulegra að hætta að veiða loðnu í nokkur ár, og banna flottroll innan landhelginnar og sjá hvort að það skilaði sér ekki betur.

Hagkvæmt fyrir hverja.......


mbl.is Hagkvæmt að hætta þorskveiðum um tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

heyr heyr.

Fannar frá Rifi, 26.6.2007 kl. 18:33

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

Amen Ingólfur, gaman að geta loksins komið með athugasemd þar sem ég tek undir með þér ;) 

Ársæll Níelsson, 26.6.2007 kl. 19:48

3 identicon

Innlent | mbl.is | 25.6.2007 | 14:19
Breskir fiskkaupendur fagna ákvörðun um afnám útflutningsálags á fiski 

,,Fréttavefurinn fishupdate.com sagði frá því í gær að fiskkaupendur í Hull og Grimby fagni nú mjög. Ástæða gleðinnar er sögð vera sú að Bretar hafi nú loks sannfært sjávarútvegsráðherra Íslands um að afnema 10% álag sem greitt hefur verið hér á landi vegna útflutnings á gámafiski. Verkalýðsfélag Akraness lýsir hinsvegar yfir miklum áhyggjum yfir ákvörðun sjávarútvegsráðherra og segir hana ekki bæta stöðu fiskvinnslufólks og sjómanna vegna niðurskurðar í aflaheimildum á þorski.

Sjávarútvegsráðherra fundar nú með forystumönnum verkalýðsfélaga víðsvegar um land og er ástæða fundahaldanna fyrirséður niðurskurður á aflaheimildum á þorski og áhrif þess á kaup og kjör launafólks. Forsvarsmenn Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Húsavíkur hitta Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í dag. Lýsa verkalýðsforystumenn yfir áhyggjum sínum yfir áhrifum niðurskurðar aflaheimilda á kaup og kjör fiskvinnslufólks og sjómanna. Forkólfar Starfsgreinasambandsins funda líka með ráðherra í dag.

Afnám 10% álags vegna útflutnings á gámafiski frá Íslandi til að bæta gráu ofan á svart

Verkalýðsfélag Akraness lýsir líka yfir áhyggjum sínum vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um að fella úr gildi 10% álag sem greitt hefur verið vegna útflutnings á gámafiski frá Íslandsmiðum. Segir í fréttatilkynningu frá verkalýðsfélaginu að svo mikið sé víst að þessi ákvörðun mun ekki bæta stöðu fiskvinnslufólks, því allt útlit er á því að við afnám á umræddu 10% álagi á gámafiski muni útflutningur á fiski aukast og mun það bætast ofaná þann niðurskurð sem fyrirhugaður er 1. september.

Fréttavefurinn Fishupdate.com greindi frá því í gær að fiskkaupendur í Hull og Grimsby fagna þessari ákvörðun íslenska sjávarútvegsráðherrans mjög,því nú verði auðveldara að kaupa íslenskan fisk.

Á fréttavefnum kemur líka fram að hagsmunaaðilar í Bretlandi hafi þrýst á um þessa breytingu ásamt íslenskum fiskútflytjendum og eigendum íslenskra togara.''
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

P.S. Nú er bara að gera betur en þeir í Englandi sem náðu fram reglugerðarbreytingu hér á landi sér til handa sem Einar K. Guðfinnson skrifaði undir. Nú er bara að þrýsta á sjávarútvegsráðherran okkar t.d að þeir sem landi afla á Vestfjörðum til fiskvinnslu þar fái 10% meiri veiðiheimildir í verðlaun sem dæmi

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband